fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Þetta er ódýrasta áfengið í ÁTVR: „Ekki allar hetjur klæðast skikkjum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. júlí 2018 12:00

Við Íslendingar búum við allt að því glæpsamlegt verð á áfengi þökk sé háum tollum og einokunarsölu ríkisins. Afleiðing af þessu er sú að neysluvenjur Íslendinga á áfengi eru aðrar en hjá flestum öðrum þjóðum. Íslendingar kaupa flestir áfengi sitt í áfengisbúðum ríkisins og drekka í heimahúsum áður en þeir halda út á lífið seint um nótt. Þá hafa margir freistast til þess að drekka ýmislegt ódýrt glundur sem er bruggað í heimahúsum.

Reddit-notandinn íslenski u/abitofg sá að þetta gæti ekki gengið svona lengur. Hann tók sig því til og reiknaði út verðið á millilítra af alkóhóli af öllum tegundum sem til er í ríkisversluninni. Þannig geta skattbarðir en þyrstir Íslendingar séð hvernig ódýrast er að drekka sig fulla. Kjararáðselskandi ríkisforstjórar geta svo farið á hinn enda listans og splæst í dýrasta droppann til þess ganga í augun á öðrum forstjórum.

Notendur samfélagsmiðilsins voru afar ánægðir með framtakið og hafði einn á orði: „Ekki allar hetjur klæðast skikkjum.“ Aðrir voru ekki sannfærðir og vildu meina að verið væri að sleppa mikilvægu staki í menginu, nefnilega bragðlaukunum. „Ég hef verið áhugamaður um að kaupa ódýra bjóra í gegnum tíðina til að verða drukkinn, en stundum getur maður ekki boðið bragðlaukunum eða líkamanum upp á þetta sull,“ segir einn reynslubolti.  En hvað um það, þetta eru mikilvægar upplýsingar sem þjóðin þarf á að halda.

 

3-4. Albani Odense Pilsner 11,13 krónur/ml
5. Euroshopper 11,26 krónur/ml
1-2.sæti: Harboe Pilsner. 11 krónur/ml
1-2. Harboe Classic 11 krónur/ml
6. Faxe Witbier 11,50 krónur/ml
8-10. Harboe Bear Beer Premium 11,92 krónur/ml
3-4. Thor Pilsner 11,13 krónur/ml
8-10. Oranjeboom 11,92 krónur/ml
8-10. Saint Omer 11,92 krónur/ml
7. Saku Originaal 11,91 krónur/ml

 

Ódýrasta hvítvínið: Antano Rioja Viura 12,21 krónur/ml

 

 

 

Ódýrast rauðvínið: Castano Monastrell Vinas Viejas
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“