fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Afi grunaður um að beita barnabarn hrottalegu ofbeldi – Sýknaður þrátt fyrir trúverðugan framburð barnsins

Auður Ösp
Sunnudaginn 15. júlí 2018 13:00

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um síendurtekin kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Í ákæru kemur fram að brotin nái yfir  sjö til átta ára tímabil og átt sér stað á heimili mannsins. Fram kemur að hann hafi snert ber kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa honum. Trúverðugur framburður stúlkunnar  og ótrúverðugur framburður mannsins þótti ekki nægja eitt og sér til þess að sakfella hann. Það voru Sigríður Hjaltested, Kjartan Björn Björgvinsson og Hildur Briem sem kváðu upp dóminn.

Fram kemur að stúlkan hafi dvalið töluvert á heimili mannsins og eiginkonu hans á þessum tíma og komið oft þangað í næturgistingu auk þess sem hún kom af til í heimsókn á heimilið á virkum dögum. Eftir því sem hún varð eldri dró úr heimsóknunum.

Sagðist vera „sorgmæddur og sár“

Í lýsingu stúlkunnar fyrir dómnum kemur fram að brotin hafi alltaf átt sér stað í svefnherbergi mannsins og ömmu hennar, á næturna, eða á daginn þegar amma hennar var ekki heima. Afi hennar hefði farið með hana í „kúruleik“.Stúlkan sagði brotin hafa byrjað þegar hún var fimm ára og staðið allt þar til hún var hálfnuð með 8. bekk eða var 13 ára.

Við skýrslutökur hjá lögreglu og fyrir dómi neitaði maðurinn sök og ásakaði stúlkuna um lygar. Fram kemur í dómnum skýringar hans séu ósannfærandi og svör hans á köflum óeðlilega afdráttarlaus eða langsótt. Til að mynda kvaðst hann ekki hafa sóst eftir því að fá stúlkuna í gistingu heldur mestmegnis eftirlátið ömmur hennar að annast hana. Þetta var í ósamræmi við framburð eiginkonunnar um að þau hefðu verið samstíga í umönnuninni. Maðurinn kvaðst aðspurður vera „mjög sorgmæddur og sár yfir öllu þessu.“ Aðspurður sagðist hann ekki hafa neinar skýringar á ásökunum stúlkunnar.

Fram kemur í dómnum að í málinu standi orð stúlkunnar á móti orðum mannsins. Dómurinn taldi framburð stúlkunnar „mjög trúverðugan“ og að ekkert hefði komið fram í málinu sem rýri hann. Fram kemur að sérstakt fram komið í málinu sem bendi til þess að annar fullorðinn einstaklingur kunni að hafa brotið gegn stúlkunni með þeim hætti sem hún lýsti, en sjálf bar hún með mjög ákveðnum hætti fyrir dómi um að enginn annar fullorðinn en maðurinn hefði brotið gegn henni.

Framburður mannsins þótti hins vegar síður trúverðugur og þótti fátt koma fram í málinu til þess fallið að styrkja sönnunargildi framburðar hans.

Lögð voru fram gögn sem staðfestu andlega vanlíðan stúlkunnar. Sálfræðingur hjá Barnahúsi vottaði um að stúlkan bæri einkenni verulegs þunglyndis, kvíða og streit og bæri dæmigerð einkenni þolanda kynferðisofbeldis. Þá uppfyllti stúlkan greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun vegna ætlaðra kynferðisbrota sem mældust töluvert yfir mörkum.

Dómurinn ákvað hins vegar að sýkna manninn á þeim forsendum  að þó svo framburður stúlkunnar væri trúverðugur þá fengi hann ekki stoð í gögnum málsins sem nægðu til sakfellingar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ekki nægi eitt og sér að framburður stúlkunnar sé metinn trúverðugri heldur en framburður mannsins. Þá kemur fram að „ gögn um andlega líðan, jafnvel þótt sterk þyki séu almennt ekki til þess fallin að ráða úrslitum um sakfellingu af ákæru, nema fleira komi til.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“