fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Vill vera tekinn af lífi

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 14. júlí 2018 22:00

Scott Raymond Dozier

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var aftöku morðingjans Scott Raymond Dozier frestað á síðustu stundu. Eins og fjölmiðlar greindu frá var ástæðan lögsókn lyfjafyrirtækisins Alvogen sem huggnaðist ekki þær fyrirætlanir yfirvalda að nota lyf fyrirtækisins, Midazolam, í banvænan lyfjakokteil morðingjans.

„Hann var viðbúinn því að vera tekinn af lífi í kvöld,“ sagði lögmaður Dozier þegar fallist var á kröfur Alvogen og aftökunni frestað. Dozier hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji deyja sem fyrst í stað þess að hírast á bak við lás og slá. Óvíst er hvenær aftakan fer fram en það verður þó varla á þessu ári.

Dozier fæddist árið 1970 í Nevada-fylki og leiddist snemma af réttri braut. Strax á unglingsaldri byrjaði hann að selja eiturlyf og varð hann stórtækur á því sviði. Hann montaði sig af því að kunna vel við glæpalífið.

Í apríl 2002 hitti Dozier ungan mann, Jeremiah Miller, á móteli í Las Vegas til að selja honum hráefni til eiturlyfjaframleiðslu. Fundurinn endaði með því að Dozier skaut Miller til bana, bútaði lík hans niður og kom þvi fyrir í ferðatöskum sem hann losaði sig síðan við. Hann var handtekinn nokkrum mánuðum síðar og þá kom í ljós að hann hafði einnig gerst sekur um að myrða Jasen „Griffen“ Green og losa sig við líkið með sama hætti.

Fyrir morðið á Green var Dozier dæmdur í 22 ára fangelsi árið 2005 en tveimur árum síðar var hann dæmdur til dauða fyrir morðið á Miller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“