fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Hringdi í lögregluna af því nágranninn var að þvo svalirnar hjá sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 15:58

Stundum hringir fólk í lögregluna af litlu tilefni og þó að hún reyni ávallt að bregðast vel við þá þarf lögreglan að forgangsraða. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag skemmtilega og skondna tilkynningu þar sem sagt er frá útkalli til lögreglu sem líklega átti ekki rétt á sér. Þetta er lítil saga um þrif á svölum og vatn sem lak í blómapott:

Stundum þarf ekki mikið til að fólk hringi í lögregluna og óski aðstoðar hennar. Lögreglan er ávallt tilbúin að bregðast við, en hún verður þó iðulega að forgangsraða verkefnum og í einhverjum tilvikum er ekki hægt að bregðast strax við hjálparbeiðnum. Þannig var því einmitt farið einu sinni þegar íbúi í ónefndu fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu hringdi og kallaði eftir aðstoð lögreglu. Málavextir voru þeir að tilkynnanda var gróflega misboðið sökum þess að nágranni hans á efri hæðinni var að þrífa svalirnar hjá sér og fór heldur óvarlega að við verkið. Við þrifin notaði nágranninn vatn, en svo illa vildi til að eitthvað af vatni lak niður á svalir þess sem kvartaði og í blómapott sem þar var. Lögreglan reyndi að miðla málum og hafði samband símleiðis við þann sem kvartað var undan, en sá hafði eilítið aðra sögu að segja og sagði m.a. sér til varnar að umræddur blómapottur væri nú ekki staðsettur samkvæmt reglugerð og því ekki innan lóðamarka kvartandans. Nú var úr vöndu að ráða, en lögreglan mat það svo að útkallið mætti bíða og ekki væri knýjandi þörf á að senda lögreglumenn á vettvang til að framkvæma nákvæmar mælingar á staðsetningu blómapottsins. Deilendur voru upplýstir um þetta og heyrðist ekki frekar frá þeim í framhaldinu. Er vonandi að málið hafi fengið farsælan endi þótt auðvitað sé ekki hægt að fullyrða neitt um það hvernig sambúð nágrannanna gekk eftir að stóra blómapottamálið kom upp.

Þrátt fyrir það sem hér hefur verið nefnt viljum við ítreka að það er betra að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“