fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Gaui í spelku eftir átök við flugdólg: „Finnst skrýtið að WOW skuli ekki einu sinni tékka á honum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. júlí 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gaui M. Þorsteinsson er illa tognaður á hendi og með rifinn vöðva og blæðingar eftir að hann ásamt þremur öðrum mönnum yfirbugaði trylltan flugdólg um borð í vél WOW Air frá Alicante til Keflavíkur fyrir rúmlega viku síðan. DV greindi frá málinu síðasta laugardag og ræddi við Gaua. Maðurinn var drukkinn af veigum sem hann hafði sjálfur komið með um borð og var afar illskeyttur. Vakti hann ótta á meðal annarra flugfarþega, ekki síst barna. Fyrirhugað var að millilenda á Írlandi til að koma manninum frá borði með tilheyrandi óþægindum og kostnaði. Gaua og félögum hans tókst hins vegar að binda manninn niður í sætið og halda honum þar óvirkum. Slasaðist þá Gaui með fyrrgreindum hætti í átökum við manninn.

„Hann er að drepast í hendinni. Var í gifsi en er núna í spelku. Kostnaður vegna þessa er kominn upp í 40 þúsund krónur,“ segir Sigþrúður Þorfinnsdóttir, unnusta Gaua. Hún er ósátt við að WOW Air hafi ekki haft samband við Gaua vegna málsins. „Honum finnst skrýtið að WOW skuli ekki einu sinni tékka á honum til að vita hvernig hann hafi það. Þessi uppákoma hlýtur að hafa verið skráð hjá flugfélaginu og svo kom frétt í DV um að hann hefði meiðst,“ segir Sigþrúður.

Sigþrúður sendi Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, skilaboð vegna málsins fyrir helgi, sem hafa verið lesin en hefur ekki verið svarað enn. Hafa ber þó í huga að stutt er síðan skilaboðin voru send. Þau eru svohljóðandi:

„Hefurðu séð fréttina í dv þar sem fram kemur að í flugi frá Alicante á fim í síðustu viku þá var um borð flugdólgur? Þrír menn um borð yfirbuguðu hann og héldu honum alla ferðina. Einn af þessum var Gaui kærastinn minn. Hann tognaði illa á hendi, rifnaði vöðvi og blæddi inn á. Kostnaður hans vegna þessa er kominn upp í 40þ Ætlar Wow ekkert að gera í þessu?“

Óljóst hver ber ábyrgð og skaðabótaskyldu

DV hafði samband við lögmann og bað um álit hans á mögulegri skaðabótaskyldu og ábyrgð á kostnaði vegna átaka farþega við flugdólga. Lögmaðurinn segir að ef flugáhöfn biðji farþega um aðstoð við að yfirbuga flugdólg sé ábyrgðin flugfélagsins. Ef farþegi geri slíkt upp á sitt einsdæmi sé hætta á að einungis flugdólgurinn sé skaðabótaskyldur. „Hugsanlegt er þó að færa svona aðstoð undir óumbeðinn erindisrekstur, hafi flugfélagið ekki beðið um aðstoð, sem gerir flugfélagið ábyrgt allt að einu,“ segir lögmaðurinn.

Eftir lýsingu Sigþrúðar mætti fremur túlka aðstæður sem svo að aðstoð Gaua hafi verið í samráði við áhöfn en að beðið hafi verið um hana:

„Gaui bauðst til þess að fylgjast með honum og stoppaði hann þegar hann byrjaði að káfa á einni flugfreyjunni. Flugfreyjurnar þökkuðu honum fyrir að hjálpa. Hann gerði þetta ekki í því skyni að fá borgað fyrir þetta. Ónæðið af manninum var svo mikið og farþegar orðnir hræddir,“ segir Sigþrúður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“