Fréttir

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir í máli Egils á þriðjudaginn: Vill skaðabætur eftir að kona sakaði hann um nauðgun á unglingsstúlku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júlí 2018 19:42

Mannréttindadómstóll Evrópu mun á þriðjudaginn kveða upp dóm í máli Egils Eginarssonar Gillzeneggers gegn íslenska ríkinu. Málið er til komið vegna þess að ríkið synjaði miskabótakröfu Egils og kröfu um að fá málskostnað greiddan í meiðyrði máli sem hann sótti árið 2014.

Árið 2014 var rannsókn lögreglu á nauðgunarákærum gegn Gillz felld niður. Miklar umræður voru um mál hans á samfélagsmiðlum. Í einni færslu sakaði kona ein hann um nauðgun á unglingsstúlku og stefndi Egill konunni fyrir meiðyrði. Niðurstaða bæði héraðsdóms og hæstaréttar í málinu var sú að ummælin voru dæmd dauð og ómerk. Hins vegar féllust dómstólarnir ekki á bótakröfu Egils gegn konunni né að ríkið bæri málskostnað hans.

Egill skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að taka málið fyrir og dæmt verður í því á þriðjudaginn eins og áður kom fram. RÚV greinir frá málinu og rifjar upp annað mál Egils fyrir Mannréttindadómstólnum frá síðasta ári:

„Í nóvember síðastliðnum komst Mannréttindadómstóll Evrópu að því að íslenska ríkið hefði brotið gegn réttindum Egils, þegar Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að mynd sem birt var af honum á Instagram og skrifað var „Fuck you rapist bastard“ hafi ekki brotið gegn friðhelgi einkalífs hans.

Var íslenska ríkið þá dæmt til að greiða Agli 2 milljónir króna í miskabætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“