fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Krónan svarar fyrir umdeilda ljósmynd: „Ljóst er að þarna var ekki farið eftir verkferlum“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 08:54

Skjáskot af ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fjallaði DV um mynd sem Ingólfur Páll Matthíasson, umhverfissinni og leiðsögumaður, deildi á Facebook. Á myndinni sem tekin var við verslun Krónunnar mátti sjá ruslagám fullan af mat sem virtist í góðu lagi. Umfjöllunin vakti töluverða athygli en Ingólfur sagði að með þessu væri verslunin meðal annars að móðga fátækt fólk.

Sjá einnig: Ingólfur opnaði ruslagám við Krónuna og blöskraði:„Móðgun við fátækt fólk“

Forsvarsmenn Krónunnar hafa nú svarað fyrir atvikið en í færslu á Facebook-síðu Krónunnar er atvikið harmað. „Við erum þakklát fyrir allar þær ábendingar sem við fáum og viljum koma því á framfæri að það skiptir okkur í Krónunni mjög miklu máli að lágmarka alla matarsóun og erum við stöðugt að leita leiða til að bæta okkur enn frekar,“ segir í færslunni.

Í yfirlýsingunni sem sjá má í heild hér að neðan segja forsvarsmenn Krónunnar að fyrirtækið hafi á undanförnum árum unnið markvisst að því að minnka matarsóun. „Krónan hefur markvisst verið að bæta verkferla til að stuðla að minni matarsóun og sem dæmi þá seldust yfir 50 tonn af matvælum á síðasta ári í gegnum „minnkum matarsóun“ verkefnið okkar. Ljóst er að þarna var ekki farið eftir verkferlum og við hörmum það.“

Yfirlýsing Krónunnar

Við erum þakklát fyrir allar þær ábendingar sem við fáum og viljum koma því á framfæri að það skiptir okkur í Krónunni mjög miklu máli að lágmarka alla matarsóun og erum við stöðugt að leita leiða til að bæta okkur enn frekar.

Krónan hefur markvisst verið að bæta verkferla til að stuðla að minni matarsóun og sem dæmi þá seldust yfir 50 tonn af matvælum á síðasta ári í gegnum „minnkum matarsóun“ verkefnið okkar.

Við leggjum mikla áherslu á að flokka þær vörur sem komnar eru á síðasta söludag eða eru útlitsgallaðar en betur má ef duga skal og ljóst er að þarna var ekki farið eftir verkferlum og við hörmum það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi