fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslenski fótboltamaðurinn var ekki að berja konuna sína heldur að stunda kynlíf – Nágrannar slegnir óhug

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltamaður var boðaður á fund stjórnar félags síns hér á landi þar sem grunur lék á að hann hafi gerst sekur um heimilisofbeldi. Nágrannar mannsins létu félagið vita því svo mikill hávaði kom úr íbúð hans. Voru nágrannarnir slegnir óhug yfir þeim hrópum og óhljóðum sem bárust úr íbúð íslenska knattspyrnumannsins. Hann reyndist þó saklaus af því að berja konuna sína því hljóðin voru kynlífsstunur.

Benedikt Bóas, blaðamaður Fréttablaðsins, greinir frá þessu en hvorki fylgir nafn mannsins né félag hans í fréttinni.

„Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður íþróttafélagsins. Líkt og fyrr segir þá óttuðust nágrannar að hljóðin sem bárust úr íbúðinni að kvöldi til væru ofbeldi. Leikmaðurinn sagði að hljóðin væru frygðarstunur.

Fréttablaðið lýsir þessu svo: „Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala