fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Arnbjörn lenti í andstyggilegum viðskiptavini en fékk einlæga afsökun úr óvæntri átt – „Ekki allir Bandaríkjamenn eru svona andstyggilegir“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilaboð sem Arnbjörn Kristjónsson veitingamaður fékk frá bandarískum ferðamanni hafa vakið talsverða athygli innan hópsins Sögur af dónalegum viðskiptavinum. Nú hafa á sjötta hundrað manns lækað færsluna. Arnbjörn varð fyrir því óláni að þjóna sérstaklega dónalegum Bandaríkjamönnum á dögunum. Landi þeirra á næsta borði hélt þó uppi orðspori Bandaríkjanna og sendi honum skilaboð ásamt þúsund krónum í þjórfé.

„Stundum fær maður hóp af einstaklega „skemmtilegu“ fólki. Og svo er maður á næsta borði sem er algjört yndi og skilur þetta eftir,“ skrifar Arnbjörn og birtir mynd af skilaboðunum. Þar biðst viðkomandi afsökunar á hegðun landa sinna. „Ég biðst afsökunar fyrir hönd þessarar fjölskyldu. Ekki allir Bandaríkjamenn eru svona andstyggilegir,“ segir í skilaboðnum.

Í samtali við DV segir Arnbjörn að dónalegu Bandaríkjamennirnir hafi verið níu manna hóp annars vegar og ungan mann hins vegar. „Níu manna fjölskylda settist niður hjá okkur á svipuðum tíma og ungur einstaklingur sem sat á næsta borði. Honum blöskraði svo frekjan, dónaskapurinn og yfirgangurinn gagnvart öllum þremur þjónunum sem voru á hjólum í kring um þau að hann fann sig knúinn til að biðjast afsökunar á framkomu landa sinna ásamt því að skilja eftir þúsundkall í þjórfé fyrir stelpurnar. Dónalega fjölskyldan var hins vegar svo sátt eftir allt saman að þau biðu fyrir utan hjá okkur aftur í morgun,“ segir Arnbjörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leoncie brjáluð út í Wikipedia: Segir íslenska rasista og dópista skrifa óhróður um sig á síðuna

Leoncie brjáluð út í Wikipedia: Segir íslenska rasista og dópista skrifa óhróður um sig á síðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af