fbpx
Fréttir

Eldur á gistiheimili í Reykjavík

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 09:01

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna elds sem kviknaði á gistiheimili í Reykjavík.

Í samtali við DV segir varðstjóri slökkviliðsins að kviknað hafi í dýnu hjá tveimur ferðamönnum. Upptök eldsins voru af völdum hleðslutækis sem tengt var við farsíma, en síminn hafði legið á dýnunni yfir nóttina. Snemma um morguninn vaknaði annar gesturinn við skrýtna lykt og blossaði upp eldur þegar hann reif sængina af sér.

Ferðamennirnir voru búnir að bera vatn á eldinn þegar slökkviliðið mætti á vettvang og gekk vel í kjölfarið að reykhreinsa svæðið.

„Ég vil ýta undir hversu hættulegt það er að vera með hleðslusnúrur tengdar,“ segir varðstjórinn. „Þær geta kveikt í og eru í raun allar stórhættulegar.“

Ekki var gefið upp um hvaða gistiheimili er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni vinnur á lager: „Það er ekki sjéns að kaupa íbúð á þessu kaupi sem ég fæ“

Bjarni vinnur á lager: „Það er ekki sjéns að kaupa íbúð á þessu kaupi sem ég fæ“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt bílslys á Kjalarnesi – Maðurinn var fastur undir bílnum

Alvarlegt bílslys á Kjalarnesi – Maðurinn var fastur undir bílnum
Fréttir
Í gær

Stórfelld lögregluaðgerð á Breiðdalsvík: „Það mátti greina mjög skært ljós út um hurðina“

Stórfelld lögregluaðgerð á Breiðdalsvík: „Það mátti greina mjög skært ljós út um hurðina“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti innan Orkuveitunnar: Þórður var sakaður um kynferðisbrot – Forstjóri stígur til hliðar – „Er þetta ekki komið gott?“

Allt á suðupunkti innan Orkuveitunnar: Þórður var sakaður um kynferðisbrot – Forstjóri stígur til hliðar – „Er þetta ekki komið gott?“
Fréttir
Í gær

Tugir vændiskvenna í miðbænum: Niðurstaðan er sláandi og allt í boði

Tugir vændiskvenna í miðbænum: Niðurstaðan er sláandi og allt í boði