Fréttir

Albert ekki lengur velkominn – Stjórnandi sagður valdóður – „Ekkert sérstaklega hættulegur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 10:47

Albert með Tobbu Marínós.

Albert Eiríksson listakokkur er ekki lengur velkominn í einn stærsta Facebook-hóp Íslands, Matartips. Ástæðan fyrir þessu liggur nokkuð á huldu þar sem stjórnendur hópsins hafa ekki skýrt brotrekstur hans úr hópnum. Fjölmargir hafa þó lýst yfir stuðningi við Albert og segja sumir að stjórnendur hópsins séu á „powertrippi“, valdóðir með öðrum orðum.

Í færslu sem birtist í hópnum í gær spyr Hallveg nokkur hvort það sé búið að blokka Albert. Það er staðfest fljótt og þá segja meðlimir það ótækt. „Það ætti nú að hleypa Alberti að, hann er snilli í matargerð og bakstri,“ skrifar ein kona.

Önnur skrifar: „Er þetta einhver lélegur brandari? Á þetta í alvöru að vera boð og bönn grúbba? Lágmark að gefa opinbera útskýringu á hvað hann gerði svona agalega af sér, svo við hin getum passað okkur, ef ekki hér inn á þá minnsta kosti til hans svo hann viti um hvað málið snýst.“ Einn karlmaður kemst að kjarna málsins og skrifar: „Við krefjumst útskýringa! #FREEALBERTEIRÍKSSON“

Albert skrifar sjálfur stöðufærslu um málið. Hann kemur af fjöllum og veit ekki hvers vegna honum hefur verið úthýst úr hópnum. „Getur einhver bent stjórnendum Matartips hópsins að það þurfi ekki að loka á mig. Held ég sé ekkert sérstaklega hættulegur,“ skrifar Albert.

Ein vinkona hans spyr hvort hann hafi verið með einhvern dólg. „Nei bara alls ekki. Ég bara skil hvorki upp né niður,“ svarar Albert. Önnur vinkona spyr: „Þú hefur gefið of góða uppskrift kannski?” Því svarar Albert: „Nú er ég svo aldeilis lessa eins og konan sagði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Svarthöfði: Ekkert hægt að gera um helgar

Svarthöfði: Ekkert hægt að gera um helgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innanlandsflug liggur niðri og röskun er á millilandaflugi vegna veðurs

Innanlandsflug liggur niðri og röskun er á millilandaflugi vegna veðurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl uggandi yfir ungum fíklum í Vesturbænum – Nágrannar á öðru máli

Karl uggandi yfir ungum fíklum í Vesturbænum – Nágrannar á öðru máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa

Tryggvi er miður sín: „Ég er heimilislaus í fyrsta skipti á ævinni“ – Upplifir sig sem einskis nýtan pappakassa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldur í bíl við Staðarberg í Hafnarfirði

Eldur í bíl við Staðarberg í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réðst á fyrrum sambýliskonu að syni hennar viðstöddum: Lamdi konuna með símasnúru og tók hana kverkataki

Réðst á fyrrum sambýliskonu að syni hennar viðstöddum: Lamdi konuna með símasnúru og tók hana kverkataki