fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

David taldi sig hafa ísbjörn í gær: „Við vorum svo hræddir“ – Veit ekki hvort þetta var ísbjörn eða hrútur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 14:37

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögumaðurinn David Zehla er einn þeirra ferðamanna sem töldu sig hafa séð til hvítabjarnar á Melrakkasléttu í gærkvöldi. Talsverður viðbúnaður var vegna málsins en enn sem komið er hefur enginn ísbjörn fundist.

David var að veiða silung í Hraunhafnará í gærkvöldi þegar félagarnir komu auga á það sem þeir töldu vera hvítabjörn. Í samtali við mbl.is segir David að þeir hafi orðið svo skelkaðir að þeir hafi hlaupið eins og fætur toguðu í burtu og ekki gefið sér tíma til að meta það sem þeir sáu.

„Ég hafði ekki tíma til að ganga úr skugga um að þetta væri hvíta­björn í skelf­ing­ar­ástand­inu sem kom upp því við vor­um á harðahlaup­um. Ég reyndi að líta til baka meðan við hlup­um í burtu en sá ekk­ert elta okk­ur,“ seg­ir Dav­id við vef Morgunblaðsins.

Tekið er fram í frétt mbl.is að David hafi fyrst talið að um hrút eða kind væri að ræða. Þá segist hann ekki vera með mjög góða sjón. „Ég sá alla­vega eitt­hvað stórt en ég get ekki sagt með fullri vissu hvort þetta hafi verið hvíta­björn eða hrút­ur.“

Þegar David og félagar hans komu auga á skepnuna var hún, á að giska, 60 til 70 metra frá þeim og að hluta til á bak við hól. Vinur hans hafi verið sannfærður um að um hvítabjörn væri að ræða og, eðlilega kannski, hafi þeir hlaupið eins og þeir ættu lífið að leysa. „Við vor­um svo hrædd­ir að við misst­um sil­ung­inn á hlaup­un­um,“ segir hann við mbl.is.

„Við héld­um áfram að reyna líta til baka en af því að vin­ur minn var svo sann­færður um að þetta væri hvíta­björn þá datt okk­ur ekki í hug að fara til baka til að kanna það frek­ar eða taka mynd­ir. Þetta var bara kapp­hlaup að bíln­um,“ seg­ir Dav­id við mbl.is og bætir við að fjögurra kílómetra hlaup þeirra félaga hafi tekið stutta stund, eða um tuttugu mínútur.

Eins og fyrr segir hefur enginn ísbjörn fundist á þessum slóðum og segir Halla Bergóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við RÚV að leitin verði blásin af í dag ef enginn björn finnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala