fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Brynjar segir Vilhjálm með buxurnar á hælunum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann hafa kolrangt fyrir sér hvað varðan skipan dómara í Landsrétt. Vilhjálmur segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi skipað eiginkonu Brynjar sem dómara vegna pólitískra hrossakaupa.

„Stundum ber kappið fegurðina ofurliði þegar sparka þarf í pólitíska andstæðinga. Slíkt henti gamlan kollega, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, eða Villa Vill, eins og hann er gjarnan nefndur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í morgun um skipan í Landsrétt. Þar segir Villi Vill orðrétt: „Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra“,“ skrifar Brynjar á Facebook.

Brynjar rekur aðdraganda málsins sem hann telur sýna að fullyrðing Vilhjálms eigi sér ekki stoðið í raunveruleikanum. „Villi Vill á oft góða spretti en þarna kom hann lafmóður í mark með buxurnar á hælunum. Eins og allir vita voru kosningar síðla árs 2016. Ríkisstjórnin mynduð í janúar 2017 og umræddur dómsmálaráðherra hafði verið í þriðja sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suðurs, næst á eftir þessum flokksbróður sem kemur við sögu í grein Villa Vill. Dómarar í Landsrétti voru skipaðir um sumarið 2017. Það er því augljóslega rangt að þessi flokksbróðir hafi gefið eftir sæti sitt svo hún gæti orðið ráðherra, væntanlega í því skyni að hún skipaði eiginkonuna í embætti Landsréttardómara,“ segir Brynjar.

Brynjar segir að þetta hafi ekki verið djúphugsuð spilling. „Til að rifja aðeins upp fyrir Villa Vill þá sprakk ríkisstjórnin síðsumars 2017 og kosið var aftur um haustið. Þá lagði þessi flokksbróðir fram þá tillögu við uppstillingarnefnd að umræddur ráðherra skipaði efsta sæti listans. Sú tillaga hafði ekkert með eiginkonuna að gera enda hún þegar skipuð í starfið. Hún var einkum tilkomin af femínískum áhuga flokksbróðursins en flokkurinn hafði verið gagnrýndur fyrir að engin kona væri oddviti. Flokksbróðirinn vildi sýna að flokkurinn treysti mjög vel konum til að leiða lista. Ef einhver skyldi halda að þetta væri djúphugsuð spilling þá er skyggnigáfa ráðherrans og flokksbróðursins ekki svo mikil að þau sáu fyrir kosningar um haustið og þá yrði uppstilling en ekki prófkjör,“ segir Brynjar. Pistil Vilhjálms má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leoncie brjáluð út í Wikipedia: Segir íslenska rasista og dópista skrifa óhróður um sig á síðuna

Leoncie brjáluð út í Wikipedia: Segir íslenska rasista og dópista skrifa óhróður um sig á síðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af