Fréttir

Birkir Már skráir sig í Háskóla Íslands

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 11:35

Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í fótbolta er ný kominn heim frá Rússlandi þar sem hann lék alla leiki Íslands á HM. Birkir sem leikur með Val í Pepsí-deildinni hefur ákveðið að skrá sig í tölvunarfræði í Háskóla Íslands í haust. Það er Rúv sem greinir frá þessu. 

Birkir spilaði vel á mótinu og tókst meðal annars að halda einum besta fótboltamanni heims, Lionel Messi í skefjum. Það vakti svo töluverða athygli á mótinu þegar fjölmiðlar um allan heim greindu frá því að Birkir starfaði hjá saltverksmiðjunni Saltverki. Hann hefur nú ákveðið að söðla um.

„Ég hef gaman af því að vesenast í tölvum og öðru svona tækniveseni. Það var búið að loka fyrir umsóknir í nám í flugumferðarstjórn þannig að ég ákvað bara að henda mér í tölvunarfræði allavega þangað til ég get sótt um flugumferðarstjórann,“ sagði Birkir í samtali við Rúv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum