Fréttir

Áslaug Arna í hestaferð: Fékk SMS um að ísbjörn væri hugsanlega nálægt – birti svo mynd af skotvopni

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 10:12

Um kl. 19:00 í gærkvöldi bárust lögreglunni á Norðurlandi eystra upplýsingar um að sést hefði til hvítabjarnar nyrst á Melrakkasléttu eða suður af Hraunhafnarvatni. Um svipað leyti kom Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, til Öxarfjarðar þar sem hún er stödd í hestaferð.

Öxarfjörður er skammt frá þeim stað sem talið er að ísbjörninn hafi sést. Áslaug greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi. „Fyrsta smsið sem ég fæ er að tilkynna um hvort ég sjái ÍSBJÖRN,“ skrifaði Áslaug meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan.

Samkvæmt tilkynningunni sem lögreglan sendi frá sér í gær er ekki búið að staðfesta að um hvítabjörn sé að ræða en lögreglan á svæðinu skimaði eftir birninum til hálf eitt í nótt.

Áslaug er við öllu búin en seint í gærkvöldi birti hún mynd af byssu á Instagram síðu sinni. „Ef allt fer á versta veg,“ skrifaði Áslaug við myndina.

Áslaug birti þessa mynd á Instagram

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“

Dýraníð á Álftanesi: Aðrir hundaeigendur stíga fram – „Hundarnir þora ekki að fara frá okkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum

Hrafnkell á Tinder eftir að hafa nauðgað konu og reynt að drepa fyrir tveimur árum