fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ráðherrabílstjórar með hærri laun en alþingismenn

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. júní 2018 09:00

Annar ráðherrabíll innanríkisráðuneytisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánaðarleg laun tveggja ráðherrabílastjóra, nánar tiltekið bílstjóra dómsmálaráðherra og bílstjóra samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, námu allt að 937 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, á síðasta ári. Að teknu tilliti til launatengdra gjalda má því fullyrða að ráðherrabílstjórarnir hafi verið með hærri mánaðarlaun en alþingismenn í nokkrum tilvikum. Laun alþingismanna eru rétt rúmlega 1,1 milljón á mánuði.

Þessar upplýsingar koma fram í svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, sem borin var fram í febrúarlok 2018. Björn Leví spurði öll ráðuneytin um þennan kostnað en aðeins hafa svör borist frá innanríkisráðuneytinu þrátt fyrir að rúmir þrír mánuðir séu frá því að fyrirspurnin var lögð fram.

Í svarinu sem Björn Leví fékk frá ráðuneytinu má sjá að laun bílstjóra ráðuneytisins eru mjög breytileg. Þau sveiflast frá 721 þúsund krónum á mánuði, án launatengdra gjalda, og upp í 937 þúsund krónur á mánuði. Athygli vekur að laun bílstjóranna rjúka upp eftir að slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í september 2017. Þannig voru meðallaun bílstjóranna tveggja um 823 þúsund krónur í ágúst 2017 en í septembermánuði ruku þau upp í 932 þúsund krónur og síðan upp í 937 þúsund krónur í október. Þá var kosningabaráttan í hámarki og ráðherrarnir tveir greinilega á fleygiferð. Launakostnaður bílstjóranna lækkaði síðan hratt eftir kosningar.

Þurfa ekki að halda akstursdagbók

Björn Leví Gunnarsson

Þá kemur ýmislegt athyglisvert fram í svari ráðuneytisins. Til dæmis kemur fram að ráðherrabílarnir séu í eigu og rekstri ríkisins og eigi að vera útbúnir sérstöku öryggiskerfi og staðsetningarbúnaði. Slíkri bifreið skuli ekið af sérstökum bílstjóra sem einnig sinnir hlutverki öryggisvarðar hlutaðeigandi ráðherra. Þá segir í svarinu að tilgangur þessarar starfsemi sé að að veita ráðherrum aukið öryggi og þjónustu er þeir sinna embættisskyldum sínum. Samkvæmt heimildum DV er gerð krafa til ráðherrabílstjóra um að þeir hafi lokið sérstöku námskeiði hjá sérsveit ríkislögreglustjóra.

Þá er sérstaklega tiltekið í reglugerð að ráðherrabifreiðin sé nýtt til aksturs til og frá heimili ráðherra. Þá kemur einnig fram að bílstjórarnir þurfi ekki að halda akstursdagbók og því er engin leið að kanna hvort verið sé að nýta bifreiðina til að sinna embættiserindum eða einkaerindum. Björn Leví hefur einnig spurst fyrir um hvort ráðherrar greiði skatta af þeim hlunnindum að fá ókeypis akstur þegar einkaerindum ráðherra er sinnt. Fátt hefur verið um svör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”