fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Önnur stúlka stígur fram og sakar starfandi lögreglumann um kynferðisbrot

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júní 2018 07:43

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í forsíðuviðtal Mannlífs, sem kom út í morgun, stígur Kiana Sif Limehouse fram og segir frá meintum kynferðisbrotum fyrrverandi stjúpföður síns. Maðurinn starfaði sem lögreglumaður á þeim tíma og gegnir því starfi enn. Kiana er önnur stúlkan af þremur sem stígur fram og segir frá meintum kynferðisbrotum mannsins en allar þrjár stúlkurnar lögðu fram kærur gegn manninum. Fyrir viku birti Mannlíf viðtal við móður Helgu Elínar sem einnig sakaði sama mann um að hafa brotið á dóttur sinni í sumarbústaðaferð þegar hún var 10 ára gömul. Kiana Sif og Helga Elín voru vinkonur sem börn og bauð Kiana vinkonu sinni með sér í fyrrnefnda sumarbústaðaferð. Þar á stjúpfaðir Kiönu að hafa brotið kynferðislega á Helgu Elínu.

Í viðtalinu kom fram að vinur stjúpföður Kiönu hafi verið með í för ásamt eiginkonu sinni. Sá er háttsettur starfsmaður hins opinbera. Gestkomandi parið á að hafa haft einhverskonar klámefni með í för og þá er því haldið fram að hin fullorðnu hafi drukkið stíft í ferðinni. Síðar um kvöldið á stjúpfaðir Kiönu að hafa brotið kynferðislega á vinkonu dóttur sinnar, Helgu Elínu. Þegar málið var rannsakað voru gestkomandi hjónin yfirheyrð í nokkrar mínútur á embættisskrifstofu mannsins. Þau hjónin báru fyrir sig minnisleysis vegna áfengisdrykkju. Síðar var kæra Helgu Elínar felld niður og byggði niðurfelling málsins meðal annars á  vitnisburði óminnishegranna.

Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskap Kiönu og Helgu Elínar og glímdu þær báðar við margskonar erfiðleika í kjölfar hina meintu brota. Erfiðleika sem þær eru enn þann dag að fást við.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri