fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Það er eitthvað skrýtið á seyði í Kína – Bandarískir erindrekar veikjast skyndilega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júní 2018 19:00

Það er eitthvað dularfullt á seyði hjá bandarískum erindrekum í Kína og hafa minnst tveir slíkir verið sendir heim eftir að hafa veikst skyndilega.

Málið þykir minna um margt á mál sendiráðsstarfsmanna Bandaríkjanna í Havana á Kúbu, en nokkrir þeirra urðu fyrir alvarlegum heyrnarskaða. Það var haustið 2016 að bera fór á óútskýrðu heyrnartapi hjá nokkrum starfsmönnum sendiráðsins og hjá sumum voru einkennin svo slæm að þeir þurftu að láta af störfum á Kúbu og fara aftur heim til Bandaríkjanna.

Eftir margra mánaða rannsóknir komust bandarískir vísindamenn að þeirri niðurstöðu að stjórnarerindrekarnir hefðu verið fórnarlömb háþróaðs búnaðar sem sendir frá sér hljóð sem mannseyrað greinir ekki. Voru uppi kenningar um að Rússar hefðu staðið fyrir þessum árásum, þó það hefði ekki verið sannað.

Svipað virðist nú vera uppi á teningnum í Kína en starfsmennirnir tveir sem sendir voru heim þjáðust af einhverskonar taugaskaða. Einn starfsmaður til viðbótar var sendur heim í apríl en við rannsókn kom í ljós að hann hafði orðið fyrir vægum heilaskaða.

Mark Lenzi, einn þeirra sem fluttur var heim frá Kína, segir við Washington Post að hann hafi heyrt einhverskonar hátíðnihljóð áður en veikindin gerðu vart við sig. Hann hafi átt erfitt með svefn og þjáðst af miklum höfuðverk.

Mke Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þessi mál verði rannsökuð í þaula. Rúmlega tuttugu Bandaríkjamenn í utanríkisþjónustu landsins á Kúbu greindu frá því að hafa þjáðst af dularfullum veikindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn

Skaðaminnkun skilar sér til baka – Róa fyrir Frú Ragnheiði á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“

Reykjavíkurborg leigir þetta tóma niðurnídda hús á 1,3 milljónir af aðilum sem tengdust GAMMA – Sjáðu myndirnar – „Þetta var neyðarúrræði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega

Spá vonskuveðri í dag – Förum varlega
Fréttir
Í gær

Dæmdur til meðferðar á geðdeild

Dæmdur til meðferðar á geðdeild
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic