fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ökumaður í vímu reyndi að stinga lögregluna af – Ók á allt að 190 km/klst

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. júní 2018 06:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.53 í nótt gáfu lögreglumenn ökumanni, sem ók eftir Miklubraut, merki um að stöðva aksturinn. Hann sinnti því ekki og hóf lögreglan þá eftirför. Hún barst um Ártúnsbrekku, Vesturlandsveg að verslun Bauhaus þar sem ökumaðurinn sneri við. Hann ók aftur um Ártúnsbrekku og Miklubraut og umhverfis Kringluna að Háaleitisbraut og síðan aftur austur Vesturlandsveg. Þaðan barst eftirförin inn í Mosfellsbæ, Þingvallaveg og í Kjós þar sem akstur ökumanns var stöðvaður við Meðalfellsveg.

Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið á allt að 190 km/klst auk þess sem hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Hann verður einnig kærður fyrir ýmis önnur brot, til dæmis að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og akstur á móti umferð. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“