fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Slysið á Vesturlandsvegi: Ökumaðurinn sem lést var á fertugsaldri – Lögreglan lýsir eftir vitnum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júní 2018 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn stendur yfir á umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar lentu saman fólksbifreið og sendibifreið.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, hafi látist í slysinu. Níu einstaklingar, sem allir voru í sendibifreiðinni, voru fluttir á slysadeild þar af fjórir taldir alvarlega slasaðir.

Í tengslum við rannsóknina óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans og ekki hafa verið í sambandi við lögreglu, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið.

Í frétt Vísis kemur fram að átta börn hafi verið í sendibifreiðinni og voru fjórir fluttir á gjörgæslu og fimm á almenna deild. Einn þeirra sem fluttur var á gjörgæslu hefur verið útskrifaður þaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“