Fréttir

Gekk berserksgang átta árum eftir skilnaðinn – 6 lágu í valnum á 96 klukkustundum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 5. júní 2018 17:00

Dwight Lamon Jones, 56 ára karlmaður í Arizona í Bandaríkjunum, er talinn hafa drepið sex einstaklinga með skömmu millibili á dögunum áður en hann svipti sig lífi.

Það var á mánudag sem lögregla komst á hæla hans. Þegar Dwight áttaði sig á hvað væri í vændum beindi hann skotvopni sínu að sjálfum sér. Lík fannst inni í herbergi mótels í Scottsdale.

Talið er að fjórir þeirra sem Dwight myrti hafi tengst erfiðum skilnaði sem hann gekk í gegnum árið 2010.

Morðæði virðist hafa runnið á hann á fimmtudag og 96 klukkustundum síðar voru sex látnir, sem fyrr segir. Fyrst skaut hann Steven Pitt, sálfræðing sem var með Dwight til meðferðar í kjölfar skilnaðarins. Á föstudag skaut hann tvær konur til bana, Veleriu Sharp og Lauru Anderson, en báðar störfuðu á lögfræðistofu sem tók að sér skilnaðarmálið fyrir eiginkonu hans.

Stuttu síðar er hann sagður hafa drepið hjónabandsráðgjafann Marshall Levine.

Lögregla telur að hann hafi einnig drepið Mary Simmons, sjötuga konu og Bryon Thomas, 72 ára karlmann, skammt frá. Óvíst er hvort og þá hvaða tengsl þau höfðu við Dwight.

Áður en hann lét til skarar skríða á fimmtudag tók hann upp og birti langt myndband á YouTube þar sem hann lét ýmislegt flakka um samsæri gegn sér. Fyrrverandi eiginkona hans segir við AP-fréttaveituna að hann hafi verið mjög óstöðugur andlega. Hún hefði sótt um skilnað frá honum á sínum vegna heimilisofbeldis og líflátshótanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“