fbpx
Fréttir

Lögreglan á Norðurlandi vestra biðlar til fólks að hafa varann á

Óðinn Svan Óðinsson
Mánudaginn 25. júní 2018 14:37

Lögreglan á Norðurlandi vestra sendi í dag frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún biðlar til Skagfirðinga og nærsveitunga að hafa varann á sér og læsa bæði húsum sínum og bílum.

Ástæðan er sú að farið var inn á heimili á Sauðárkróki þar sem miklum verðmætum var stolið. „Lögreglan er byrjuð að rannsaka málið en biður fólk um að hafa varann á sér og sjá til þess að hús og bílar séu læst. Eins viljum við biðja fólk um að láta lögreglu vita verði það vart við grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili fólks,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsing lögreglunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?