fbpx
Fréttir

Logi Bergmann útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 25 árum eftir að hann hóf nám

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:51

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson útskrifaðist í gær frá Háskóla Íslands með BA gráðu í stjórnmálafræði. 25 ár eru síðan Logi byrjaði í náminu og áfanginn því afar kærkominn. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Glaður og gráhærður prófessor fagnar brautskráningu eins af uppáhaldsnemendum sínum – eftir 25 ár. Er sagt að ég hafi verið svarthærður þegar Logi Bergmann hóf nám hjá mér,“ skrifar Ólafur í færslunni sem sjá má hér að neðan.

Logi sem um árabil hefur verið einn dáðasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar hóf nýlega störf hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Falleg stund!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?