Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Borgaði 20 milljónir króna í hraðasektir

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 24. júní 2018 08:00

Anders Wiklöf, ríkasti maður Álandseyja.

Anders Wiklöf, ríkasti maður Álandseyja var gripinn af lögreglunni á Maríuhöfn, höfuðstað Álandseyja, við of hraðan akstur á leið sinni á listasýningu. Það er nú ekki frásögu færandi, ef undan er skilin sektarupphæðin sem er í hærri kantinum. Þegar Wiklöf var stöðvaður á Rolls Royce-eðalvagni sínum var hann á 71 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er 50 kílómetrar á klukkustund. Löggjöfin á Álandseyjum, sem er hluti af Finnlandi, er á þá leið að hraðasektir eru tekjutengdar og því seildist dómskerfið í digra sjóði Wiklöf. Sektin sem auðkýfingurinn var dæmdur til að greiða hljóðar upp á 63.680 evrur eða það sem samsvarar 8 milljónum króna.

Þannig vill til að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Anders Wiklöf kemst í kast við lögin og þarf að greiða háa sekt. Árið 2013 var hann tekinn við að keyra á 77 kílómetra hraða á sama vegi og þurfti hann þá að greiða fyrir það brot 95.000 evrur eða það sem samsvarar 12 milljónum króna. Samtals hefur hann því þurft að greiða fyrir þessi tvö akstursbrot sín rúmar 20 milljónir króna á nokkrum árum. Í samtali við Nya Åland sagðist Anders vona að fjármunirnir sem hann þurfti að greiða fyrir brot sín verði notaðir til góðs: „Ég vona að þetta komi að góðum notum hérna í Álandseyjum, kannski fer þetta í heilbrigðismál eða skólamál“.

Hefði Anders verið að keyra á vegi hérna á Íslandi hefði sekt hans fyrir bæði brotin verið uppá samtals 70.000 krónur í stað þeirra 20 milljóna króna sem hann þurfti að greiða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“