fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ari Jósepsson sendir strákunum okkar góða strauma og heldur í vonina: „Annars er sumarið ónýtt sko“

Óðinn Svan Óðinsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Jósepsson hefur fulla trú á strákunum okkar á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og sendir þeim góða strauma í nýju myndbandi. Ari er þekktastur fyrir myndbönd sem hann hefur birt á Youtube en nýjasta myndband Ara má sjá í spilaranum hér að neðan. 

„Þetta eru fyrirmyndar strákar og Rúrik er að fá þvílíkt gott umtal. Gott umtal er mjög gott,“ segir Ari sem lýsir þjóðinni sem kraftaverkaþjóð sem geti allt.

„Við förum alltaf í gegnum svo margar öldur og segjum alltaf að allt reddist og þetta reddast alltaf, það er okkar mottó,“ segir Ari.

Hann segist stoltur af strákunum okkar þrátt fyrir tapið gegn Nígeríu. „Það er stórsigur að vera á HM og ég er stoltur Íslendingur,“ segir Ari sem endar myndbandið á því að enda strákunum okkar góða strauma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“