Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Íslendingar kaupglaðari vegna HM

Auður Ösp
Laugardaginn 23. júní 2018 17:47

Mynd úr safni.

Þáttaka Íslands á HM virðist orsaka töluverðar sveiflur í eyðslu landsmanna ef marka má línurit Valitor sem sýnir kortanotkun síðastliðinn laugardag.

Í tilkynningu á vef Valitor kemur fram að Íslendingar eru aðeins kaupglaðari en ella fyrri hluta laugardagsins. Væntanlega verða þá margir sér úti um aðföng fyrir fótboltateiti dagsins.

Upp úr kl. 10.00 fer kortanotkun á flug og helst mikil fram til um kl. 12.45. Þegar leikurinn hefst kl. 13.00 hríðfalla viðskiptin hins vegar langt niður fyrir meðaltal en þá væri notkunin í toppi á venjulegum laugardegi. Í hálfleik, kl. 13.50, má sjá nokkurn kipp upp aftur en notkunin er svo í miklu lágmarki milli kl. 14.00 og 15.30 þegar landsmenn fagna sögufrægu jafntefli. Það er ekki fyrr en um kl. 17.00 sem verslunin er komin á venjulegt ról á ný.

„Fróðlegt verður að sjá hvort sveiflan verður jafnvel enn þá stærri í dag þegar við mætum Nígeríu eða á þriðjudaginn þegar við etjum kappi við Króatíu en þá ræðst endanlega hvort íslenska liðið kemst áfram í 16 liða úrslit,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“