fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Hneykslið um horfnu börnin á Írlandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 18:30

Tuam í dag. Mynd/Daily Beast

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og svo oft áður voru Barry Sweeney, 10 ára, og Frannie Hopkins, 12 ára, að spila fótbolta á grasbletti þar sem kaþólska Tuam barnaheimilið á Írlandi hafði verið til húsa. Þetta var 1975. Í grasinu var steypt plata á stærð við sófaborð. Eins og ungra drengja er von þá voru þeir forvitnir og lyftu plötunni uppi. Þetta reyndist vera hlemmur og undir honum sáu þeir hrúgu af beinagrindum af börnum. Þeir sögðu sárafáum frá þessu en þó einhverjum og yfirvöld voru látin vita. Þau brugðust ekki við og leyndu þessu enda voru ítök kaþólsku kirkjunnar mikil á Írlandi á þessum tíma.

Frannie Hopkins á staðnum þar sem hann fann beinagrindurnar ásamt vini sínum Barry Sweeney. Mynd/Le Monde

Frannie Hopkins sagði síðar að prestur hafi haldið tölu yfir beinagrindunum sem voru síðan huldar á nýjan leik. Par, sem bjó á svæðinu, gætti þess síðan næstu 35 árin. Þau sáðu grasi og plöntuðu blómum og reistu minnismerki um látnu börnin. Þarna hafði barnaheimilið Mother Secours Mother and Baby Home (yfirleitt kallað St. Mary‘s eða The Home) verið til húsa. Þar réðu kaþólskar nunnur ríkjum. Barnshafandi konur, sem ekki voru giftar, gátu leitað til heimilisins og fengið húsaskjól fyrir sig og barn sitt. Konurnar fengu síðan að dvelja áfram þar eftir að þær höfðu alið börn sín en þeim var haldið aðskildum í sitt hvorum helmingi hússins. Mörg barnanna voru síðan gefin til ættleiðinga og nunnurnar lugu að mörgum mæðranna og sögðu þeim að börn þeirra væru látin þrátt fyrir að þau væru á lífi.

Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem málið tók að skýrast af alvöru en þagnarhjúpur hafði verið sveipaður um það. Það var vegna þrjósku sagnfræðingsins Catherine Corless sem málið komst í hámæli. Í grein í tímaritinu Journal of the Old Tuam Society fjallaði hún fyrst um málið og börnin 796. Grein hennar vakti ekki mikla athygli nema í Tuam.

Catherine Corless, sagnfræðingur í Tuam. Mynd/PA

Fram kom að frá 1925 til 1961 voru 796 dauðsföll skráð á „The Home“ í Tuam. Árið 2012 hafði Corless tekist að grafa fæðingar- og dánarvottorð barnanna upp auk ýmissa annarra upplýsinga. Á dánarvottorðunum kom fram að ýmsir sjúkdómar, ónóg gæsla og umönnun barnanna drógu þau til dauða, auk vannæringar. En afhjúpunum Corless var ekki þar með lokið. Hún sá að aðeins tvö af þessum börnum höfðu verið jarðsett í kirkjugarðinum í Tuam. Engar upplýsingar lágu fyrir um hvað hafði verið gert við hin 794 börnin. Corless var sannfærð um að þau hefðu verið grafin nærri heimilinu. Það var síðan 2014 að Barry Sweeney skýrði The Irish Times frá því hvað hann og vinur hans höfðu fundið. Þetta var tveimur árum eftir að Corless hafði skýrt frá því sem hún hafði fundið.

„Beinagrindum hafði verið hent niður í steypukassa. Þær lágu út um allt, þær voru ekki í neinu og það voru engar kistur. En það voru engar 800 beinagrindur þarna. Ekki nærri því. Ég veit ekki hvaðan sú tala kemur,“ sagði hann.

Þegar málið var kannað árið 1975 töldu menn að holan eða tankurinn, sem piltarnir fundu, hefði verið rotþró eða hluti af holræsakerfi. Ekki er enn vitað hvort tankurinn var í notkun þegar líkin voru sett þar niður. Á síðasta ári lauk uppgreftri á svæðinu en hann hófst eftir að sérstök rannsóknarnefnd var skipuð til að rannsaka málið ofan í kjölinn. Við uppgröftinn fannst rotþró en engar beinagrindur voru í henni. Um 20 steinsteypt neðanjarðarrými fundust og í þeim mikið af beinagrindum.

Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir Corless að hún telji að flest börnin hafi verið grafin á svæði þar sem nú er búið að útbúa stórt leiksvæði í tengslum við íbúðarhverfi sem var byggt eftir að barnaheimilið var rifið. Börnin hafa líklegast fengið útför að kristnum sið. Hugsanlegt er talið að svæðið hafi ekki verið merkt sem kirkjugarður eða krossar settir á leiðin til að koma í veg fyrir að fólk sem kom til að ættleiða börn sæi ekki sæg af krossum. Rannsóknir benda til að börnin hafi dáið frá 35. viku meðgöngu til þriggja ára aldurs. Flestar beingrindanna eru frá sjötta áratugnum.

Bon Secure reglan, sem rak barnaheimilið í Tuam, hefur ekki verið sérlega samvinnuþýð við rannsókn málsins en hefur margoft neitað að vita nokkuð um fjöldagröf.

Í samtali við The Guardian árið 2015 sagði Corless að reglan hafi talið sig hafna yfir lög á sínum tíma og telji enn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga