fbpx
Fréttir

Þröstur rekinn og kærður til lögreglu

Auður Ösp
Föstudaginn 22. júní 2018 12:37

Þröstur Emilsson. Ljósmynd/vefur adhd.is - ADHD samtökin

Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu vegna meints fjármálamisferlis í starfi. Stjórn samtakanna rak hann síðastliðinn föstudag. Þröstur hafði starfað sem framkvæmdastjóri í nærri fimm ár.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Fram kemur að fjárhæðirnar séu „verulegar“ en Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar ADHD-samtakanna, segir  málið afar viðkvæmt og flókið. Vegna augljós trúnaðarbrests hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Þresti frá störfum.

Stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að leysa Þröst Emilsson, frá störfum og að Ellen Calmon, sem situr í stjórn samtakanna, hefði fallist á að taka við verkefnum hans þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

„Um ástæður þessara breytinga, sem því miður eru óhjákvæmilegar að mati stjórnar, verður gerð grein síðar“ kom jafnframt fram í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð
Fréttir
Í gær

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Síðustu orðin