fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Þröstur rekinn og kærður til lögreglu

Auður Ösp
Föstudaginn 22. júní 2018 12:37

Þröstur Emilsson. Ljósmynd/vefur adhd.is - ADHD samtökin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu vegna meints fjármálamisferlis í starfi. Stjórn samtakanna rak hann síðastliðinn föstudag. Þröstur hafði starfað sem framkvæmdastjóri í nærri fimm ár.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Fram kemur að fjárhæðirnar séu „verulegar“ en Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar ADHD-samtakanna, segir  málið afar viðkvæmt og flókið. Vegna augljós trúnaðarbrests hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Þresti frá störfum.

Stjórn ADHD samtakanna sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að leysa Þröst Emilsson, frá störfum og að Ellen Calmon, sem situr í stjórn samtakanna, hefði fallist á að taka við verkefnum hans þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

„Um ástæður þessara breytinga, sem því miður eru óhjákvæmilegar að mati stjórnar, verður gerð grein síðar“ kom jafnframt fram í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“