Fréttir

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. júní 2018 22:30

Þórarinn Hafdal Hávarðsson verður 60 ára í febrúar 2022. Eins og títt er við slík tækifæri fá menn gjafir, og stundum gjafir sem meira er lagt í en aðrar.

Kona Þórarins, Lára Thorarensen og synir þeirra, Eiríkur Þór og Magnús, ásamt konum þeirra, Maju Benediktsdóttur og Ingu Sigríði Brynjólfsdóttur, ákváðu að gefa Þórarni stórafmælisgjöfina nokkuð fyrr, eða núna í vikunni.

„Málið er að hann hefur sérstakt dálæti á fornbílum og allt sem því tengist,“ segir Eiríkur. „Hann eignaðist fornbíl árið 2000, Chrysler NewYorker árgerð 1984. Hann varð síðan fyrir því óláni að honum var hreinlega stolið og bíllinn eyðilagður.“

Þeim bræðrum ásamt móður þeirra hafði lengi dreymt um að finna eins bíl og gefa honum. Bíllinn fannst síðan á dögunum á Akureyri og því var ekkert að vanbúnaði, „að kaupa bílinn og gefa gamla hann.“  Bræðurnir settu af stað söfnun og lögðu fjölskylda og vinir frjáls framlög í gjöfina. Síðan flugu þeir bræður til Akureyrar og keyptu bílinn.

 

Þórarinn var að vonum himinlifandi með gjöfina: „Þetta var einhver besti dagur sem ég hef upplifað,“ segir hann og er búinn að birta myndir af bílnum nýbónuðum og fínum á Facebooksíðu sinni.

Endalausar þakkir til þeirra sem aðstoðuðu á einhvern hátt við þetta stönt. Söfnun var sett af stað og lögðu fjölskylda og vinir fram frjáls framlög í gjöfina,“ segir Eiríkur.

Myndbandið þegar Þórarinn fær gjöfina afhenta má sjá hér fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki

Pia Kjærsgaard segir Pírata glíma við unglingaveiki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk 20 þúsund króna sekt fyrir að synda í Tjörninni

Fékk 20 þúsund króna sekt fyrir að synda í Tjörninni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslendingar fá kaldar kveðjur – Sakaðir um ofbeldi á leikskólum eftir þátt Dateline – „Ísland, heimili geðveikinnar“

Íslendingar fá kaldar kveðjur – Sakaðir um ofbeldi á leikskólum eftir þátt Dateline – „Ísland, heimili geðveikinnar“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndband af húsleit lögreglunnar í Kópavogi – Rannsókn vegna fíkniefnaframleiðslu og skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi

Sjáðu myndband af húsleit lögreglunnar í Kópavogi – Rannsókn vegna fíkniefnaframleiðslu og skipulagðar alþjóðlegrar glæpastarfsemi