Fréttir

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Auður Ösp
Föstudaginn 22. júní 2018 14:48

Fyrsti vinningur í Lottó síðasta laugardag var rúmar 72 milljónir sem skiptist á milli tveggja vinnnigsmiða. Annar Lottómiðinn var keyptur í Samkaup Strax á Flúðum en hinn í Snælandi við Núpalind í Kópavogi. Vinningshafinn sem keypti miðann á Flúðum hefur gefið sig fram en miðann keypti kona á besta aldri sem býr á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá Íslenskri Getspá segir að um  helgina hafi konuna dreymt um að hafa unnið í Lottó og fór hún því á sölustað eftir helgina til að láta skoða miðann. Var henni sagt að ekki væri hægt að greiða þetta á staðnum, upphæðin væri of há og hún þyrfti því að fara til Getspár til að fá þetta greitt.

Konan hafði áður fengið vinning upp á rúmlega 30 þúsund krónur og hélt að þetta væri eitthvað svipað og spáði ekkert í hvaða upphæð hún hafði unnið .Hún varð því verulega hissa þegar henni var heilsað innilega og boðið inn fyrir við komuna.

Þá var henni tjáð að hún hefði unnið um 36 milljónir. Konunni varð orðfall og það komu tár, þvílík var undrun hennar og gleði þegar hún var búin að meðtaka tíðindin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Greiddu 280 milljónir fyrir að fara upp í Hallgrímskirkjuturn

Greiddu 280 milljónir fyrir að fara upp í Hallgrímskirkjuturn
Fréttir
Í gær

Munu írsku landamærin sprengja Brexit?

Munu írsku landamærin sprengja Brexit?
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Veiparar Íslands
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“