fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð deilir algjörlega óáhugaverðum fótboltaupplýsingum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júní 2018 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, deilir á Facebook-síðu sinni tölfræði varðandi leik Íslands gegn Nígeríu á morgun. Tölfræði Sigmundar birtist fljótt innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar, þar sem meðlimir deila upplýsingum til dæmis hæð leikmanna og þá vegalengd sem lönd þurfa að ferðast til að komast á HM í Rússlandi.

Sigmundur Davíð bendir hins vegar á að leikurinn á morgun sé merkilegur fyrir þær sakir að hve mikil hlutfallslegur munur sé á íbúafjölda liðanna tveggja. „Vegna HM er mikið rætt um það í erlendum fjölmiðlum hversu fáir Íslendingar séu, eðlilega. Mér sýnist að á morgun verði hlutfallslegur munur á íbúafjölda sá langmesti í sögu HM. Hin öfluga fótboltaþjóð Nígería næst-fjölmennasta þjóðin á HM (og fer fram úr Brasilíu eftir u.þ.b. 3 ár),“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.

Sigmundur segir að Nígeríumönnum muni fjölga um meira en nemur allri íslensku þjóðinni, einungis á meðan HM stendur yfir. „Nígeríumönnum fjölgar um 5 milljónir á ári sem þýðir að á morgun mætum við þjóð sem hefur fjölgað um tífaldan íbúafjölda Íslands frá því við komumst á HM. Þeim mun fjölga talsvert meira en nemur öllum Íslendingum bara á meðan á úrslitakeppninni stendur. Maður er enn að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland sé á heimsmælikvarða í fótbolta …og ekki bara miðað við höfðatölu. Ótrúlegt afrek og vonandi gengur vel gegn stórþjóðinni á morgun,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“