fbpx
Fréttir

Sigmundur Davíð deilir algjörlega óáhugaverðum fótboltaupplýsingum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júní 2018 14:15

Sigmundur Davíð er með lögheimili í Garðabæ líkt og lesendur Eyjunnar hafa vitað frá því í mars en lesendur Moggans frá því í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, deilir á Facebook-síðu sinni tölfræði varðandi leik Íslands gegn Nígeríu á morgun. Tölfræði Sigmundar birtist fljótt innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar, þar sem meðlimir deila upplýsingum til dæmis hæð leikmanna og þá vegalengd sem lönd þurfa að ferðast til að komast á HM í Rússlandi.

Sigmundur Davíð bendir hins vegar á að leikurinn á morgun sé merkilegur fyrir þær sakir að hve mikil hlutfallslegur munur sé á íbúafjölda liðanna tveggja. „Vegna HM er mikið rætt um það í erlendum fjölmiðlum hversu fáir Íslendingar séu, eðlilega. Mér sýnist að á morgun verði hlutfallslegur munur á íbúafjölda sá langmesti í sögu HM. Hin öfluga fótboltaþjóð Nígería næst-fjölmennasta þjóðin á HM (og fer fram úr Brasilíu eftir u.þ.b. 3 ár),“ skrifar fyrrverandi forsætisráðherra.

Sigmundur segir að Nígeríumönnum muni fjölga um meira en nemur allri íslensku þjóðinni, einungis á meðan HM stendur yfir. „Nígeríumönnum fjölgar um 5 milljónir á ári sem þýðir að á morgun mætum við þjóð sem hefur fjölgað um tífaldan íbúafjölda Íslands frá því við komumst á HM. Þeim mun fjölga talsvert meira en nemur öllum Íslendingum bara á meðan á úrslitakeppninni stendur. Maður er enn að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland sé á heimsmælikvarða í fótbolta …og ekki bara miðað við höfðatölu. Ótrúlegt afrek og vonandi gengur vel gegn stórþjóðinni á morgun,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum

Með slatta af kannabisefnum í bílnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“