fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kolbrún og Vigdís saka Líf um einelti í garð Sönnu: „Ljótt og subbulegt“ – Sjáðu það sem þær sögðu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 17:30

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins, saka Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, um einelti og subbuskap í garð Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokks Íslands, á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn.

Vigdís segir á Fésbókarsíðu sinni að hún sé mjög hugsi eftir fundinn á þriðjudaginn:
„Ég er orðlaus yfir þeim ávirðingum og árásum sem nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalista, Sanna Magdalena fær yfir sig úr öllum áttum – ég bara næ þessu ekki,“ segir Vigdís. Sakar hún Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Líf að hæða og spotta Sönnu: „Það er bæði ljótt og subbulegt að fólk sem hefur reynslu á þessum vettvangi ráðist að nýkjörnum borgarfulltrúa á hennar fyrsta fundi – en þau afhjúpuðu sig algjörlega og sýndu sinn innri mann sem eftir verður munað.“

Kolbrún Baldursdóttir tók í sama streng og Vigdís, en þó með eilítið varfærnislegra orðalagi en Vigdís. Segir Kolbrún, sem er sálfræðingur, að þörf sé á viðbragðsáætlun gegn einelti í borgarstjórn:

„Ég hef áralanga reynslu af því að vinna með samskipta- og eineltismál og hef skrifað fjölmargar greinar um einelti á vinnustað. Ég myndi gjarnan vilja heyra í öðrum borgarfulltrúum, fráfarandi og núverandi um hvort þeir telji að einelti hafi tíðkast á þessum vinnustað.“

Líf spurði á fundinum hvort Sósíalistar væru hægri flokkur þar sem Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, hafi talað um „hægri minnihluta“, en hafnaði því á Twitter að hafa gefið í skyn að Sósíalistar væru hægri flokkur: „Kona spyr sig bara og spurði bara einfaldra spurninga. Óþarfi að fara í fýlu,“ sagði Líf á Twitter. Bætti hún svo við að það þurfi að „varast pyttina sem Sjálfstæðisflokkurinn býr til og halda sig við málefnin.“

Fundur borgarstjórnar á þriðjudaginn var rúmlega 9 klukkustunda langur, mikið var rætt um meintan gagnaleka þar sem Líf vissi hverjir yrðu í nefndum minnihlutans fyrir fundinn. Einnig ítrekaði Eyþór að minnihlutinn væri með fleiri atkvæði á bak við sig en meirihlutinn og vildi því að Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn yrðu kallaðir stjórnarandstaða frekar en minnihluti. Það virtist ganga erfiðlega og voru flokkarnir ítrekað kallaðir minnihluti af fulltrúum meirihlutans.

DV tók saman myndband af orðaskiptum Lífar, Sönnu, Vigdísar og Kolbrúnar þegar rúmir þrír tímar voru búnir af fundinum.

Allan fundinn má svo sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi