fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kári Arnór vann í Hæstarétti – Fær tæpar 24 milljónir

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að Stapi lífeyrissjóður þurfi að greiða Kára Arnóri Kárasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, 23,6 milljónir króna. Kári hætti störfum hjá sjóðnum í kjölfar afhjúpunar um Panamaskjölin á vormánuðum 2016.

Nafn Kára kom upp í tengslum við umfjöllun um skjölin en hann hætti í kjölfar símtals frá Kastljósi þar sem honum var tjáð að nafn hans væri að finna í skjölunum frá lögfræðiskrifstofunni Mossack Fonseca.

Í málinu var uppi ágreiningur um það hvort Kári ætti rétt til greiðslu launa um tólf mánaða skeið eftir starfslok. Forsvarsmenn Stapa sögðust líta svo á að Kári hefði framið alvarlegt trúnaðarbrot og því hafi sjóðnum verið heimilt að rifta ráðningarsamningnum án fyrirvara.

Þetta taldi Kári ekki standast lög. Um hafi verið að ræða félög erlendis sem hann hafi átt hlut í að stofna löngu áður en hann var ráðinn til starfa hjá sjóðnum árið 2007. 

Í dómi Hæstaréttar er Stapa gert að greiða Kára Arnóri eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti, auk þeirra tveggja milljóna sem lífeyrissjóðurinn var dæmdur til að greiða Kára í málskostnað í héraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk