fbpx
Fréttir

Ísland sigraði Nígeríu 3-0

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 19:30

Mynd: Lárus í bolnum sem hann var í þegar hann skoraði á móti Nígeríu.

Eins og alþjóð veit þá mætir Ísland liði Nígeríu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi á morgun. Þetta er í annað skipti sem Ísland og Nígería mætast á fótboltavellinum en fyrri leikur liðana fór fram á Laugardalsvelli þann 22. ágúst árið 1981. Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna 3-0 þar sem Árni Sveinsson, Marteinn Geirsson og Lárus Guðmundsson skoruðu mörk Íslands.

Lárus Guðmundsson verður að sjálfsögðu í treyjunni sem hann klæddist í sigrinum árið 1981, þegar liðin mætast á morgun. „Ég spái 2-0 fyrir Íslandi,“ segir Lárus í samtali við DV.

Hann segir að veðrið verði með Nígeríu í liði í Rússlandi á morgun en annað var þó uppi á teningnum árið 1981. „Það voru níu til tíu vindstig. Grenjandi rigning og aumingja Nígeríumennirnir komu út úr búningsklefunum í veðrið og fóru að skellihlæja. Þeir höfðu aldrei á ævi sinni séð svona veður. Þessi leikur hefði aldrei farið fram í dag, við vorum harðari á þeim tíma.“

Hann segir Íslendingana vera með betra lið en Nígería. „Ég sá Nígeríumennina spila um daginn og var ekkert sérstaklega hrifinn af þeim. Þeir eru miklir íþróttamenn, en mér finnst leikskipulagið ekkert sérstakt og sóknarleikur liðsins frekar veikur,“ segir Lárus að lokum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð

Sprengjugeymslur við Norðlingaholt ekki færðar þrátt fyrir loforð
Fréttir
Í gær

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“

Dularfullur dauðdagi í miðbæ Reykjavíkur – Fjölskyldan niðurbrotin – „Það er eins og hann hafi verið að flýja undan einhverjum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Síðustu orðin