fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 13:52

Pálína Hildur Sigurðardóttir, móðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, ein þeirra stúlkna sem Róbert Downey misnotaði, vekur athygli á Facebook-síðu sinni að Halldór Einarsson í Henson hafi verið einn þeirra sem studdi dæmda barnaníðinginn. Halldór var einn þeirra þriggja sem mæltu með að Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, fengi uppreist æru.

Pálína segist benda á þetta nú því vörur frá Henson séu vinsælar vegna HM í fótbolta. „Þegar Róbert Downey fékk uppreist æru voru þrír menn sem skrifuðu upp á meðmæli honum til handa. Þar á meðal var Halldór Einarsson í Henson. Þess vegna kaupi ég ekki Henson vörur og kem aldrei til með að gera!! Langaði bara að vekja athygli á þessu þar sem Henson vörur eru mjög vinsælar núna í kringum HM. Takk fyrir stuðninginn,“ skrifar Pálína.

Ljóst er að þolendur Róberts eru sammála þessum skilaboðum Pálínu. Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Nína Rún Bergsdóttir læka allar færsluna, en þær höfðu einna hæst þegar mál Róbert var í deiglunni í fyrra.

Halldór í Henson baðst afstökunnar á því að hafa skrifað bréfið þegar það kom í ljós að hann hafi vottaði um að Róbert ætti skilið að fá uppreista æru. „Samúð mín er líka hjá fjölskyldu þessara perra sem að gera þetta. Því að þeir eiga líka fjölskyldur. Þetta eru bara mín orð, ég ætla ekki að hafa þetta lengra því að það er ekkert hægt að segja, því þetta er svo sorglegt mál að það er ekkert hægt að velta vöngum yfir því. Þetta eru mistök að fara að skrifa upp á þetta bréf því ég hefði aldrei á ævinni getað ímyndað mér að eitt svona bréf myndi segja til um það, af eða til hvort að hann fengi svokallað uppreista æru. Uppreist æra er bara pappír, uppreist æra er hvað fólkið í landinu segir,“ sagði Halldór í viðtali við DV í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum