fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 11:08

Samsett mynd/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælendur hröktu Kirstjen Nielsen, ráðherra heimavarnarmála Bandaríkjanna, af mexíkóskum veitingastað í Washington D.C. í gærkvöldi. Neilsen var úti að borða þegar mótmælendur í samtökum sósíaldemókrata mættu á staðinn og kölluðu „skammastu þín!“ í átt að henni.

Tilefni mótmælanna eru aðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart innflytjendum frá Mexíkó. Fréttir berast nú af því að börn séu skilin frá foreldrum sínum við landamærin og séu jafnvel geymd í búrum.

Sjá einnig: Mörg hundruð börn eru geymd í búrum í „fangelsum“ bandaríska landamæraeftirlitsins

Trump Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins og hefur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kallað eftir því að íslensk stjórnvöld fordæmi Bandaríkin.

Einn mótmælandi spilaði upptöku af grátandi börnum í fangelsi í Texas á meðan annar kallaði „hvernig líður þér að heyra þetta?!“.

Einn mótmælandi kallaði: „Á mexíkóskum veitingastað af öllum stöðum!“

Starfsfólk veitingastaðarins reyndi að miðla málum en án árangurs og ákvað Neilsen að yfirgefa staðinn.

Talsmaður ráðuneytisins sagði á Twitter að Neilsen hefði hitt nokkra áhyggjufulla borgara á meðan hún snæddi kvöldmat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala