fbpx
Fréttir

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 15:39

Þórhildur Ólafsdóttir dagskárgerðarkona á RÚV grét þegar hún fjallaði um málefni barna sem eru aðskilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna og Mexikó. Eftir að spilað hafði verið uppaka af börnum að gráta og spyrja eftir foreldrum sínum var augljóst að Þórhildur átti mjög erfitt með að halda aftur á tárunum.

Í þættinum Samfélagið á Rás 1 var verið að fjalla um aðskilnaðinn og meðal annars rætt um hversu slæm áhrif það hefur á börnin að ganga í gegnum þessa lífsreynslu. Einnig var rætt um hvernig börnin þurfa að bíða í óvissu án þess að vita neitt hvar foreldrar þeirra eru og getur þessi óvissa skapað mikinn kvíða hjá börnunum. Starfsmenn stjórnvalda sem eru að sjá um börnin mega t.d ekki hugga né halda utan um börnin þegar þau gráta, sem er mjög mikilvægt að sé gert samkvæmt sérfræðingum. Mannréttindarsamtök víða um heim hafa harðlega gagnrýnt þessa stefnu yfirvalda í Bandaríkjunum.

Upptökuna má hlusta á hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?