Fréttir

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 17:00

Fjölskyldubíll Dótlu Elínar Gunnlaugsdóttur hvarf skyndilega í Kópavogi síðastliðinn laugardag og er enn ófundinn. Atvikið átti sér stað skömmu eftir leik Íslands og Argentínu á laugardaginn, maður Dótlu var að sækja barn þeirra í hús á Álfhólsvegi. Hann skildi bílinn eftir í gangi þar sem hann ætlaði sér að vera mjög fljótur, þegar hann kom út með barnið var bílinn horfinn.

„Hann hélt auðvitað að þetta væri einhver að grínast í honum. Hann var í mesta lagi í 3 mínútur inni í húsinu. Svo kom í ljós að þetta var ekkert grín og bíllinn var horfinn,“ segir Dótla í samtali við DV.

Hún á erfitt með að skilja hvernig þetta hafi átt sér stað. „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa. Viðkomandi hefur varla haft umhugsunarfrest, meina, bíllinn var lagður fyrir utan glugga.“

Dótla segir að bílinn sé enn týndur og enginn hafi séð hann síðan á laugardaginn. „Við erum búin að gera allt, tala við lögregluna, við erum búin að hringja í Vöku, við erum búin að auglýsa, við erum búin að tala við alla.“

Um er að ræða hvítan Toyota Avensis skutbíl. Skráninganúmerið PI 759. Bílinn er með regnskyggni á fagþegahurð og ryðrönd á aftari hurð bílstjóramegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Fréttir
Í gær

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum

Heimir eftirsóttur – Fengið fyrirspurnir frá bæði félagsliðum og landsliðum
Fréttir
Í gær

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“

Þjóðin syrgir brotthvarf Heimis: „Takk fyrir allt þú hrausta hetja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta er ódýrasta áfengið í ÁTVR: „Ekki allar hetjur klæðast skikkjum“

Þetta er ódýrasta áfengið í ÁTVR: „Ekki allar hetjur klæðast skikkjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag

Hæsti hiti ársins í Reykjavík í dag