fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 17:00

Fjölskyldubíll Dótlu Elínar Gunnlaugsdóttur hvarf skyndilega í Kópavogi síðastliðinn laugardag og er enn ófundinn. Atvikið átti sér stað skömmu eftir leik Íslands og Argentínu á laugardaginn, maður Dótlu var að sækja barn þeirra í hús á Álfhólsvegi. Hann skildi bílinn eftir í gangi þar sem hann ætlaði sér að vera mjög fljótur, þegar hann kom út með barnið var bílinn horfinn.

„Hann hélt auðvitað að þetta væri einhver að grínast í honum. Hann var í mesta lagi í 3 mínútur inni í húsinu. Svo kom í ljós að þetta var ekkert grín og bíllinn var horfinn,“ segir Dótla í samtali við DV.

Hún á erfitt með að skilja hvernig þetta hafi átt sér stað. „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa. Viðkomandi hefur varla haft umhugsunarfrest, meina, bíllinn var lagður fyrir utan glugga.“

Dótla segir að bílinn sé enn týndur og enginn hafi séð hann síðan á laugardaginn. „Við erum búin að gera allt, tala við lögregluna, við erum búin að hringja í Vöku, við erum búin að auglýsa, við erum búin að tala við alla.“

Um er að ræða hvítan Toyota Avensis skutbíl. Skráninganúmerið PI 759. Bílinn er með regnskyggni á fagþegahurð og ryðrönd á aftari hurð bílstjóramegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Í gær

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Í gær

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum