fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. júní 2018 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, segir farir sínar ekki sléttar af sumarbúðum KFUM og KFUK. Hann segir að barn sitt hafi komið heim úr dvöl í sumarbúðunum í sömu fötum og það fór, um viku áður. Bergvin segir enn fremur að öll fötin sem barnið hafi tekið með hafi verið ósnert í töskunni.

„Nú er ég alveg hlessa…. langar að fá ykkar skoðun á þessu máli… Hvað finnst ykkur um það þegar 7-11 ára gömul börn eru í sumarbúðum í 5-7 daga og koma heim í sömu fötunum til baka, öll fötin í töskunni ósnert og ekkert búinn að fara í bað.. Er starfsfólk KFUM&K starfi sínu vaxið??? Er hægt að ætlast til þess að börnin sjálf sjái um þetta??? hvað finnst ykkur gott fólk,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína.

Nokkrir skrifa athugasemd og segjast einungis eiga góðar minningar úr sumarbúðunum. Því svarar Bergvin: „Auðvitað skiptir máli að eiga góðar minningar úr sumarbúðunum, búa til nýja vináttu og njóta augnabliksins, en er ekki allt í lagi að staffið í Vatnaskógi sem og í öðrum sumarbúðum spái í þrifnaði barnanna.Eru tennur burstaðar í sumarbúðunum, hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför… Flest af þessum börnum eru að sofa í fyrsta skiptið ein eða þá án náinna fjölskyldumeðlima… Legg til að við leysum þetta vandamál og á miðvikudögum og sunnudögum sé baðdagur í Vatnaskógi.“

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, svarar svo Bergvini í athugasemd. Hann segir að enginn sé þvingaður í sturtu þó börn séu eindregið hvött til þess. „ Í hverjum dvalarflokki í Vatnaskógi (og öðrum sumarbúðum KFUM og KFUK) eru börnunum bent á að fara í sturtu a.m.k. 2.-3. sinnum. Samhliða er þeim bent á að fara í hrein föt. Vinnureglan er að hvetja þau til þess, benda þeim á og jafnvel segja þeim beint að fara í sturtu, en við neyðum þau aldrei til þess. Auðvitað getur orðið misbrestur á eftirfylgninni hjá okkar fólki og erum við því þakklát fyrir allar ábendingar um það sem betur má fara.
KFUM og KFUK starfrækja 5 sumarbúðir. Tæplega 2.600 börn og unglingar taka þátt í sumarbúðastarfi félagsins á hverju sumri. Umhirða og þrifnaður barnanna er mikilvægur liður á þeim námskeiðum sem við höldum með starfsfólki okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga