fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Samlokuþjófur sakaður um að hafa barið og hótað að myrða mann á vegum Barnaverndar Reykjavíkur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júní 2018 14:31

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvi Sævar Ingvason hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir hafa hótað starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur lífláti og líkamsmeiðingum.

Ingvi er í ákæru sakaður um að hafa hótað manninum og því næst ráðist á hann með krepptum hnefa á lofti. Starfsmaðurinn varði sig en í átökum þeirra tognaði hann á hægri öxl og hlaut mar á hægri handlegg.

Atvikið átti sér stað við Þorláksgeisla í Reykjavík þann 17. nóvember árið 2016. Starfsmaður Barnaverndar fer fram á miskabætur að fjárhæð sex hundruð þúsund krónum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur síðar í mánuðinum.

Ingvi er tvídæmdur fyrir þjófnað á mat. Í fyrra hlaut hann 30 daga skilorðsbundin dóm fyrir að taka samloku í verslun 10-11 í Austurstræti ófrjálsri hendi. Samkvæmt þeim dómi borðaði Ingvi samlokuna.

Árið 2014 var hann dæmdur fyrir að stela matvöru að fjárhæð ríflega þrjú þúsund krónum í 10-11, þá í versluninni við Barónsstíg. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í nýrri dómnum kemur fram að Ingvi á að baki nokkurn sakaferil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi