fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kynferðisbrot kært á Bíladögum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júní 2018 11:24

Mynd: Auðunn Níelsson. akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýafstöðnum Bíladögum á Akureyri var eitt kynferðisbrot kært til lögreglu. Einn maður var handtekinn í Reykjavík vegna málsins en honum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Auk meinta kynferðisbrotsins var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu. Tveir hafa verið verið yfirheyrðir vegna hennar. Lögregla segir þó að umferðamál hafi verið fyrirferðamest á Bíladögum.

„Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt þessa daga en voru umferðamálin þó sínu fyrirferðar mest. 78 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur og ók sá sem hraðast ók á 135 km/klst. Þá voru 20 ökumenn sektaðir fyrir að vera með litaðar filmur í fremri hliðar rúðum og nokkrir voru ekki með ökuskírteinin sín meðferðis. Alls urðu 10 umferðaróhöpp í umdæminu en aðeins var um slys að ræða í einu þeirra,“ segir í tilkynningu.

Nokkur minniháttar fíkniefnabrot áttu sér stað á Bíladögum. „Enginn var tekinn fyrir grun um ölvunarakstur en 3 fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og verðum við að segja að við erum ánægð með að þau brot hafi ekki verið fleiri. Afskipti voru höfð af 4 einstaklingum vegna fíkniefnabrota og voru þau öll minniháttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“