fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 14:00

Konungurinn Trump á forsíðu Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar leiðtogafundarins í Singpore þann 12. júní eru vinsældir Donald Trump innan repúblikanaflokksins meiri en nokkru sinni. Fáir þora að gagnrýna forsetann og repúblikanar hafa kastað mörgum af helstu málum sínum í gegnum tíðina fyrir róða og flykkja sér á bak við „America first“ stefnu Trump.

„Ég hef gert meira á fyrstu 500 dögunum en nokkur annar forseti.“

Sagði Trump um sjálfan sig í viðtali við Bret Baier á Fox News. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að Trump er ánægður með sjálfan sig og hefur tröllatrú á sjálfum sér. En það hefur komið mörgum á óvart hversu hratt honum tókst að sölsa hinum klofna repúblikanaflokki undir sig. Hann er leiðtogi flokksins í dag og vinsældir hans eru í hæstu hæðum innan flokksins. Hann er vinsælli en George W. Bush var eftir hryðjuverkaárásirnar í september 2001.

Ákvarðanir Trump um að fara í viðskiptastríð við Kína, Kanada, Mexíkó og ESB sýna að repúblikanar eru nú fráhverfir fyrri stuðningi sínum við fríverslun og að þeir, eins og leiðtogi þeirra, setja spurningarmerki við gömul bandalög sem hafa komið Bandaríkjunum vel síðan í síðari heimsstyrjöldinni.

Forsíða Time í þessari viku er birtingarmynd þessara nýju tíma en hún sýnir Trump spegla sig með kórónu á höfði og konungsskikkju.

Fáir repúblikanar þora að gagnrýna Trump og tök hans á flokknum hafa styrkst enn frekar í forkosningunum sem nú standa yfir fyrir þingkosningarnar í haust. Stuðningsmenn Trump hafa unnið góða sigra í forkosningum. Í Suður-Karólínu tapaði Mark Sanford, fyrrum ríkisstjóri og gallharður íhaldsmaður, fyrir nær óþekktum stjórnmálamanni, Katie Arrington, sem fékk góðan stuðning frá Trump en kosningabarátta hennar gekk að mestu út á að ráðast á Sanford fyrir að hafa gagnrýnt Trump. Það sama á við í einu kjördæmi í Virginíu þar sem frambjóðandi með tengsl við hvíta rasista og Suðurríkjafánann sigraði.

Einn fárra repúblikana sem þora að gagnrýna Trump er Bob Corker, þingmaður í öldungadeildinni, sem hættir eftir næstu kosningar. Hann sagði nýlega í þinginu að repúblikanaflokkurinn líkist sífellt meira sértrúarsöfnuði þar sem Trump sé hinn allsráðandi leiðtogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala