fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lið nr. 2 á HM hjá þjóðþekktum Íslendingum: „Þetta er íslenska liðið með hæfileika“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. júní 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta er stærsta og vinsælasta íþróttamót heims. Í gegnum árin höfum við Íslendingar þurft að horfa á viðureignir stóru þjóðanna og þurft að velja okkur landslið annarra þjóða til þess að styðja og halda upp á.  Sumir hrífast af leikmönnum ákveðinna þjóða en aðrir velja sér landslið út frá einhvers konar tengingu við landið, til dæmis vegna fyrri búsetu.

Eins og flestir vita geta Íslendingar fylgst með sínu eigin liði á HM í ár en þó er alltaf gott að hafa varaáætlun ef allt fer á versta veg. DV fór því á stúfana og spurði þekkta Íslendinga hvað væri lið nr. 2 á HM í Rússlandi.

Stefán Pálsson:

Stefán Pálsson

„Úrúgvæ hefur alltaf verið mitt lið,“ segir Stefán. Hann segir ástæðuna að einhverju leyti vera sagnfræðilega og bendir á að Úrúgvæ hafi borið sigur úr býtum á fyrsta heimsmeistaramótinu árið 1930. Þá heilli hann einnig að Úrúgvæ sé smáþjóð, enda aðeins um þrjár milljónir íbúa þar í landi. „Sé horft til þess þá eru þeir mesta fótboltaþjóð heims. Þeir rúlla okkur Íslendingum upp þegar kemur að öllum höfðatölum. Þeir eiga frábæra leikmenn sem eru prímadonnur í sínum félagsliðum en þegar þeir koma saman þá pakka þeir í vörn og berjast sem eitt lið. Þetta er íslenska liðið með hæfileika,“ segir sagnfræðingurinn.

Edda Björgvins:

„Er HM einhver verslun?“

Jói Fel

Jói Fel:

„Ég hef alltaf haldið með Englandi á stórmótum. Þar þekkir maður flesta leikmenn og svo hefur maður fylgst vel með enska boltanum lengi,“ segir Jói.

Siggi Hlö

„Ítalirnir hafa alltaf verið mínir menn en þeir þurftu að sitja eftir með sárt ennið í ár,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni. Af þeim sökum vonar Siggi að Englendingar fari að láta að sér kveða enda sé hann mikill áhugamaður um enska boltann. „Englendingar verða mitt lið númer tvö. Það væri samt gaman að slá þá út aftur,“ segir Siggi og hlær.

Máni í Harmageddon:

„England. Íslendingar elska enskan fótbolta meira en allt. Ég bara skil ekki landa mína sem styðja ekki enska landsliðið,“ segir Máni.

Eliza Reid:

„Þar sem hvorki Kanada né Skotland komust í lokakeppnina þá er of erfitt fyrir mig að velja annað lið. Það er bara Ísland alla leið fyrir mig.“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir,

„Ég get ekki gert upp á milli Svía eða Dana. Ég bjó í báðum löndum og þykir vænt um þau.“

Sigríður Björk

Logi Einarsson:

„Argentína. Ég hef alltaf verið hrifinn af skapandi suðuramerískum leikstíl, þar sem einstaklingar fá að njóta sín og brydda upp á hinu óvænta.
Þá eru þeir líka harðir í horn að taka og geta spilað fast þegar við á.“

Catalina Ncogo

„Ég horfi ekki á fótbolta. Heyrðu í mér þegar fjallað verður um tísku.“

Yrsa Sigurðardóttir

„Ég hef ákveðið að halda með Úrúgvæ, eingöngu vegna þess að það heldur ábyggilega enginn með þeim nema innfæddir. Það fer ekkert sérstaklega mikið fyrir þeim í það minnsta. Ef við vinnum ekki er best að Úrúgvæ vinni. Egyptaland má svo vera í öðru sæti.“

Bergþór Pálsson

„Ég held alltaf með Þýskalandi, nema þegar Norðurlandaþjóðirnar keppa. Hef svo sem enga skýringu nema að ég bjó í Þýskalandi í nokkur ár. Reyndar hef ég búið í nokkrum öðrum löndum, en þetta er bara alveg óvart. Maður bara fer á básinn, alveg eins og fólk gerir í ensku knattspyrnunni. Ég skil til dæmis ekki hvers vegna sumir halda með Arsenal, nei grín.“

Dóra Björt Guðjónsdóttir

„Perú. Því mér þykir vænt um landið. Einu sinni fór ég til Perú í bakpokaferðalagi um Suður-Ameríku og smakkaði Ceviche í fyrsta sinn, perúskan fiskrétt. Það er ekki frásögur færandi nema vegna þess að meðan á þessari dásamlegu máltíð stóð, sem var alveg svakalega góð, slysaðist ég til þess að gleypa risa chili-flykki í nánast heilum bita, enda hélt ég að þar væri hálfslöpp tómatsneið á ferð. Allt starfsfólkið kom askvaðandi til að reyna að bjarga málunum og hjálpa mér. Það fór að leka úr öllum götum, mér leið eins og allur líkaminn væri að brenna upp og það eina sem hjálpaði var að skella í kjaftinn nokkrum skeiðum af strásykri. En þetta er eftirminnilegt.“

Gústaf Níelsson

„Mitt lið númer tvö á HM er Þýskaland. Þar skortir ekki sigurvilja og seiglu.“

Sema Erla Serdar

„Fyrir utan Ísland held ég auðvitað alltaf með Tyrklandi í boltanum, en þar sem þeir eru ekki með á HM í sumar verð ég að segja að auk Íslands ætla ég að halda með Portúgal eins og ég hef gert alla tíð síðan Luis Figo var upp á sitt besta.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi