fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Albert Einstein virðist hafa verið rasisti „Eins og þeir komi úr helju“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 16. júní 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasti eðlisfræðingur allra tíma, Albert Einstein, mun hafa verið rasisti ef marka má dagbókarfærslur hans frá þriðja áratug síðustu aldar. Dagbækur Einstein voru birtar af Háskólanum í Princeton, þar sem hann kenndi síðustu tvo áratugi lífs síns og segir í fréttatilkynningu frá útgáfu skólans að þær „afhjúpi staðalmyndir Einsteins um íbúa ýmissa þjóða og veki spurningar um skoðanir hans á kynþáttum.“

Samkvæmt breska vefritinu Independent hélt Einstein þessar dagbækur á ferðalögum sínum um Kína, Singapúr, Hong Kong, Japan, Palestínu, Egyptaland og Spán á tímabilinu frá október 1922 til mars 1923.

Einstein hefur fram til þessa verið talinn hafa verið framarlega samanborið við samtímafólk sitt þegar kemur að kynþáttamálum. Fordæmdi hann opinberlega misrétti sem blökkumenn voru beittir í Bandaríkjunum og talaði um kynþáttafordóma með „sjúkdóm hvíta fólksins“.

Dagbækur hans benda þó til að hann hafi verið rasisti, talar hann um Kínverja sem þjóð sem „hegðar sér eins og hjörð“ og segir meðal annars: „Það yrði algjör synd ef Kínverjar tækju yfir alla aðra kynþætti. Fyrir fólk eins og okkur er það mjög hryllileg tilhugsun.“

Þegar hann stoppaði í höfninni í Port Said í Egyptalandi talar hann um „þjófslega, skítuga Levaníta“. „Við höfnina morar allt í róðrabátum með öskrandi og bendandi Levaníta af öllum litarhöftum, sem kasta sér á skipið. Eins og þeir komi úr helju.“

Ze’ev Rosenkranz, ritstjóri og einn umsjónarmanna skjala Einsteins hjá Tækniháskólanum í Kalifornínu, segir í samtali við Guardian: „Ég tel að margar athugasemdir sem hann kemur með séu óþægilegar – sérstaklega það sem hann segir um Kínverja. Þetta er á skjön við ásýnd þessa mikla mannréttindafrömuðar. Það er sláandi að lesa þetta og bera saman við það sem hann sagði svo opinberlega. Þarna er hann að tala í einrúmi, enda átti þetta aldrei að birtast.“

Það er hins vegar ekki hægt að segja að Einstein hafi verið illa við alla íbúa Asíu, talar hann mjög jákvætt um Japani, segir hann þá „hógværa, snyrtilega og heillandi í alla staði“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu