fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Danskur hryðjuverkamaður fyrir dómi á Spáni – Talinn einn hættulegasti vígamaður Íslamska ríkisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 19:30

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn hættulegasti hryðjuverkamaðurinn sem hefur verið handtekinn á Spáni.“ Svona hljóðaði tilkynning frá spænska innanríkisráðuneytinu fyrir ári síðan þegar Ahmed Samsam hafði verið handtekinn í Estepona. Samsam er 28 ára danskur ríkisborgari sem barðist í Sýrlandi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS).

Nú standa réttarhöld yfir á Spáni þar sem Samsam situr á ákærubekknum en hann er ákærður fyrir að barist fyrir IS frá 2012 til 2015. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að útvega IS vopn á Spáni en þessi vopn telur ákæruvaldið að hafi átt að nota til hryðjuverka. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi með að senda peninga til annarra liðsmanna IS.

Í samtali við Danska ríkisútvarpið (DR) sagði Samsam að hann sé hissa á þessum ákærum. Hann fer ekki leynt með að hann hafi verið í Sýrlandi og hafi verið undir eftirliti dönsku leyniþjónustunnar vegna þess. Hann vísaði því alveg á bug að hann væri hryðjuverkamaður en viðurkenndi að hafa barist gegn stjórn Bashar al-Assad en ekki með IS heldur öðrum samtökum sem væru ekki eins öfgasinnuð.

Samsam ólst upp í Óðinsvéum og Kaupmannahöfn hjá foreldrum sínum, sem eru frá Sýrlandi, og sex systkinum. Hann komst ungur að árum í kast við lögin og hefur hlotið fjölmarga dóma fyrir rán, ofbeldisbrot, brot á vopnalögum og fíkniefnabrot auk umferðarlagabrota. Þá var hann tengdur glæpagengjum.

Yngri bróðir hans var stunginn til bana á Norðurbrú í Kaupmannahöfn 2015. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins en það tengist átökum glæpagengja. Bróðirinn hafði einnig barist í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu