fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Mögnuð dagskrá á þjóðhátíðardaginn – Tónleikar í Hljómskálagarðinum og aflraunakeppni í Mosó

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt þann 17. júní. Dagskráin er víðast hvar fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, aflraunakeppni, LEGO samkeppni og margt fleira. DV tók saman saman það helsta. Tekið skal fram að í sumum bæjarfélögum hefur dagskráin ekki verið kynnt. 

Reykjavík

Í höfuðborginni hefst dagskráin klukkan 10.00 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík. Síðan hefst hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. 

Klukkan 13:00 munu svo stórtónleikar fara fram í Hljómskálagarðinum. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18. Dagskráin í Reykjavík má sjá í heild sinni hér.

Kópavogur

Dagskráin í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn er afar metnaðarfull venju samkvæmt. Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og henni lýkur með stórtónleikum á Rútstúni.

Hafnarfjörður

Í Hafnarfirði verður einnig mikið um dýrðir á 17. júní. Hátíðarhöld í miðbænum hefjast klukkan 13:30 þar sem meðal annars Salka Sól sem Ronja Ræningjadóttir og Daði Freyr stíga á stokk. Kynnar hátíðarinnar verða þeir Arnór Björnsson og Kolbeinn Sveinsson. 

Egilsstaðir

Haldið verður upp á Þjóðhátíðardag Íslendinga í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Þar hefst dagskráin klukkan 10:30 og stendur fram eftir degi. LEGO samkeppni, tónlist og gleði mun einkenna hátíðarhöldin fyrir austan.

Ísafjörður

Á Ísafirði verður haldið upp á daginn með pompi og prakt. Dagskrá þar í bæ hefst á hátíðarræðu, hátíðarkór og lestri fjallkonunnar, en því næst verður gengið fylgdu liði undir mörsum Lúðrasveitar TÍ með lögreglu og skáta í broddi fylkingar niður í Neðstakaupstað þar sem skemmtidagskrá fer fram. Þar verður eitthvað fyrir alla og meðal annars boðið uppá hoppikastala, andlitsmálun, hesta og nammiregn.

Mosfellsbær

17. júní verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ með glæsibrag þetta árið þar sem dagurinn hefst með hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju kl. 11:00. Klukkan tvö hefst svo mikil fjölskylduskemmtun við Hlégarð. Þar koma meðal annars fram íbúar í Latabæ, Regína Ósk og Selma Björns, Agnes Wild og Felix Bergsson, Skólahljómsveitin, Leikfélagið og fleiri.
Að því loknu fer fram aflraunakeppni þar sem keppt er um titilinn Sterkasti maður Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar