Fréttir

Maður skotinn til bana í Stokkhólmi í morgunsárið – Mikil leit stendur yfir að morðingjanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 06:12

Mynd úr safni.

Um klukkan sex í morgun, að staðartíma, heyrðu íbúar í Hässelby, sem er í vesturhluta Stokkhólms, fjölda skothvella. Lögreglan sendi strax fjölda lögreglumanna á vettvang. Þar fundu þeir mann, sem hafði verið skotinn til bana, og ekki fjarri fannst brunninn bíll. Fjölmennt lögreglulið leitar nú að morðingjanum og er þyrla meðal annars notuð við leitina auk fjölda lögregluhunda.

Aftonbladet hefur eftir vitni að það hafi heyrt að mörgum skotum var hleypt af og hafi síðan séð mann liggjandi. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að sjálfvirkt skotvopn hafi verið notað.

Lögreglan telur að brunni bíllinn hafi verið notaður af morðingjanum til að komast af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“
Fyrir 2 dögum
Leki og lygar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri