fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Fimm ára fangelsi fyrir tvær nauðganir

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:53

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga tveimur konum. Maðurinn, sem var á skilorði fyrir líkamsárás þegar brotin áttu sér stað, var dæmdur fyrir að nauðga samstarfskonu sinni árið 2015 og fyrir að nauðga annarri konu ári síðar.

Fyrsta brotið átti sér stað í júlí 2015. Konan kærði hann ári síðar og afhenti lögreglunni SMS-skilaboð sem maðurinn sendi henni. Talar hann um að hún sé að „gera hann sturlaðan“, síðan býður hann henni tíu kokteila ef hún fyrirgefi honum.

Í maí 2016, kl. 8:30 á mánudagsmorgni, fékk lögregla tilkynningu um að kona væri að öskra á hjálp í íbúð. Samkvæmt dómnum ýtti lögregla á dyrabjöllur og einhver íbúa opnað með fjartakka. Hafi lögreglumenn gengið upp á aðra hæð stigahússins. Fljótlega hafi mátt heyra kvenmannsgrátur koma úr íbúð á annarri hæð til vinstri. Lögreglumenn hafi knúið dyra. Enginn hafi svarað og þeir hafi því bankað aftur. Ákærði hafi opnað dyrnar. Hann hafi verið á nærbuxum einum fata og boðið lögreglu inn. Inni í íbúðinni hafi mátt heyra kvenmannsgrátur og hafi lögreglumenn gengið á hljóðið. Inni í svefnherbergi hafi brotaþoli setið uppi í rúmi, grátandi og í miklu uppnámi. Hún hafi sagt að ákærði hefði nauðgað sér. Hann hefði haldið henni niðri, tekið fyrir munn hennar og háls og slegið hana í andlitið og hún haldið að hann ætlaði að drepa sig. Hún hafi reynt að kalla svo hátt á hjálp að heyrðist út um glugga á svefnherberginu. Hún hafi lýst því fyrir lögreglu að hana verkjaði í andlitið. Í frumskýrslu er tekið fram að sjá hafi mátt blóðbletti í koddaveri og rúmlaki í svefnherberginu. Ákærði hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar málsins og brotaþoli verið flutt á slysadeild. Í skýrslunni kemur fram að einn lögreglumanna er sinnt hafi útkallinu hafi verið með myndavél meðferðis á meðan á veru lögreglumanna í íbúðinni hafi staðið og var myndskeið úr myndavélinni á meðal rannsóknargagna málsins.

Ákærði neitaði sök í málinu og sagði þau hafa farið heim til sín um nóttina en hún hafi „brjálast“ þegar hann bað hana um að fara um morguninn. Dómurinn taldi framburði brotaþolanna vera trúverðugan og í samræmi við gögn málsins. Var hann því dæmdur í fimm ára fangelsi og gert að greiða 4,25 milljónir í málskostnað sem og að greiða brotaþolunum 1 milljón og 1,8 milljón í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar