fbpx
Miðvikudagur 19.desember 2018
Fréttir

Farsímanotendur sektaðir fyrir tæpar sjö milljónir frá maí

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:31

Frá því að sektir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar áttfölduðust þann 1. maí síðastliðinn hefur lögrelgan á höfuðborgarsvæðinu gómað 173 ökumenn fyrir brotið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér á Facebook.

Eftir hækkunina nemur sektin fyrir brotið 40 þúsund krónum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur því gefið út sektir fyrir tæpar sjö milljónir frá því lögunum var breytt.

„Núna hafa verið gefnar út 173 sektir fyrir notkun farsíma – 40.þúsund krónur hver. Það er alltof mikið – vonandi fara ökumenn að læra af þessu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sektin fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar er ekki eina sektin sem hækkaði þann 1. maí. Sekt fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi hækkaði sömuleiðis úr fimmtán þúsund krónum í þrjátíu þúsund. Þá hefur sektin fyrir að keyra á yfir hundrað og sextíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90, hækkað úr 150 þúsundum í tvö hundruð og fjörutíu þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi

Öræfajökull í gjörgæslu jarðvísindamanna – Æfðu viðbrögð við gosi