fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Farsímanotendur sektaðir fyrir tæpar sjö milljónir frá maí

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að sektir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar áttfölduðust þann 1. maí síðastliðinn hefur lögrelgan á höfuðborgarsvæðinu gómað 173 ökumenn fyrir brotið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér á Facebook.

Eftir hækkunina nemur sektin fyrir brotið 40 þúsund krónum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur því gefið út sektir fyrir tæpar sjö milljónir frá því lögunum var breytt.

„Núna hafa verið gefnar út 173 sektir fyrir notkun farsíma – 40.þúsund krónur hver. Það er alltof mikið – vonandi fara ökumenn að læra af þessu,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sektin fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar er ekki eina sektin sem hækkaði þann 1. maí. Sekt fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi hækkaði sömuleiðis úr fimmtán þúsund krónum í þrjátíu þúsund. Þá hefur sektin fyrir að keyra á yfir hundrað og sextíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90, hækkað úr 150 þúsundum í tvö hundruð og fjörutíu þúsund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“