fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fréttir

Yfirvöld í Washingtonríki höfða mál á hendur Google og Facebook

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Washingtonríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál á hendur netrisunum Google og Facebook. Málshöfðunin er tilkomin þar sem fyrirtækin hafa ekki farið eftir lögum ríkisins um pólitískar auglýsingar. Samkvæmt lögum ríkisins verða seljendur auglýsinga, í þessu tilfelli Google og Facebook, að halda nákvæma skrá yfir hverjir standa á bak við sérhverja auglýsingu og hverjir fjármagna þær. Þessar upplýsingar þarf að birta opinberlega til að viðhalda gagnsæi.

Þetta segir Bob Ferguson, dómsmálaráðherra ríkisins, um málið. Í málshöfðuninni kemur fram að Facebook og Google hafi ekki fylgt þessum lögum og reglum síðan 2013. Lögin ná til allra sem selja auglýsingar og skiptir þá engu hvort um netrisa er að ræða að staðarblaðið í litlum bæ segir í tilkynningu frá Ferguson.

Stjórnmálamenn og stjórnmálahreyfingar í Washington hafa upplýst að Facebook hafi fengið 3,4 milljónir dollara frá þeim vegna auglýsinga á undanförnum áratug. Google fékk á sama tíma 1,5 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar