Fréttir

Yfirvöld í Washingtonríki höfða mál á hendur Google og Facebook

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 20:30

Yfirvöld í Washingtonríki í Bandaríkjunum hafa höfðað mál á hendur netrisunum Google og Facebook. Málshöfðunin er tilkomin þar sem fyrirtækin hafa ekki farið eftir lögum ríkisins um pólitískar auglýsingar. Samkvæmt lögum ríkisins verða seljendur auglýsinga, í þessu tilfelli Google og Facebook, að halda nákvæma skrá yfir hverjir standa á bak við sérhverja auglýsingu og hverjir fjármagna þær. Þessar upplýsingar þarf að birta opinberlega til að viðhalda gagnsæi.

Þetta segir Bob Ferguson, dómsmálaráðherra ríkisins, um málið. Í málshöfðuninni kemur fram að Facebook og Google hafi ekki fylgt þessum lögum og reglum síðan 2013. Lögin ná til allra sem selja auglýsingar og skiptir þá engu hvort um netrisa er að ræða að staðarblaðið í litlum bæ segir í tilkynningu frá Ferguson.

Stjórnmálamenn og stjórnmálahreyfingar í Washington hafa upplýst að Facebook hafi fengið 3,4 milljónir dollara frá þeim vegna auglýsinga á undanförnum áratug. Google fékk á sama tíma 1,5 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM

Gústaf fór úr axlarlið eftir tapleik Íslands á HM
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“

Kristín var rangfeðruð en fann föður sinn á fimmtugsaldri: „Ágætt að hann hét líka Jón“
Fyrir 2 dögum
Leki og lygar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur

Sjáðu stemninguna á Secret Solstice þar sem leikur Íslands og Nígeríu var sýndur: Tattúmeistari, víkingar og bleikskeggjaður Vestfirðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri

Myndband: Þúsundir tóku víkingaklappið í Gilinu á Akureyri